Erlent

Spassky hvetur til eigin handtöku

Skáksnillingurinn Boris Spassky, gamall keppinautur Bobbys Fishers, hefur hvatt stjórnvöld í Bandaríkjunum til að handtaka sig og setja í fangaklefa með Fisher þar sem báðir mennirnir brutu í bága við viðskiptabann Bandaríkjanna í Júgóslavíu árið 1992. Spassky fór reyndar fram á að hann fengi að hafa með sér skákborð inn í fangaklefann svo þeir félagar hefðu nú eitthvað við að hafast. Í bréfi Spasskys til Georges Bush Bandaríkjaforseta biður hann forsetann um að sýna Fisher miskunn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×