Aldrei séð meiri fátækt 7. ágúst 2004 00:01 "Ég hef verið við hjálparstörf í suðurhluta Afríku í fjögur ár og hef aldrei séð jafn mikla fátækt," segir Hjördís Guðbjörnsdóttir hjúkrunarfræðingur en hún er einn þriggja sendifulltrúa Rauða kross Íslands í Darfurhéraði í Súdan. Hjördís sinnir heilsugæslu í Abshok flóttamannabúðunum í norðurhluta Darfur en um 50 þúsund manns eru nú í búðunum og fer fjölgandi. Búðirnar eru í miðri eyðimörk og aðstæður voru ákaflega erfiðar fyrir hjálparstarfsmennina sem fyrstir komu. Skortur á hreinu drykkjarvatni og veikindi settu sitt mark á starfið. "Þetta tekur sýnilega mjög á hjálparstarfsmenn," segir Hjördís en bætir við að miklu hafi verið komið til leiðar. "Um það bil 250 manns leita til heilsugæslunnar daglega og við höfum komið upp aðstöðu fyrir ungbarnavernd sem mæður geta leitað til." Súdönsk yfirvöld hétu í síðustu viku að hlíta ályktun Sameinuðu þjóðanna og afvopna vígasveitir. Hjördís segist eiga erfitt með að greina hvort ástandið hafi breyst síðan þá. "Við verðum ekki beinlínis vör við breytingarnar sem eiga sér stað, við heyrum mestmegnis fregnir utan frá. En það er greinilegt að það er spenna vegna málsins og súdönsk yfirvöld hafa farið fram á meiri tíma til að afvopna vígasveitir." Hjördís segir að hjálparstarfsmönnum sé tekið afar vel af Súdönum og hún finni ekki fyrir neinum óþægindum. Abshok búðirnar séu jafnvel öruggari en hún hafi átt að venjast. Alþjóðadeild Rauða krossins sá um skipulag búðanna sem Hjördís telur að séu til fyrirmyndar. "Búðirnar eru ákaflega vel hannaðar, skipt í hverfi og götur og daglegt líf gengur með ró og spekt. Hjálparstofnanir reyna að sjá fólki fyrir nauðsynjum og í útjaðri búðanna hefur verið komið upp markaði þar sem fólk getur reynt að verða sér úti um það sem það vanhagar um. Hjördís segir að búðirnar geti laðað að fólk sem er að leita sér betri lífsskilyrða vegna almennrar fátæktar. "Við erum fyrst og fremst að reyna að koma lífinu í sama horf og það var áður en átökin hófust svo fólk geti haldið áfram með líf sitt. Aðspurð hvort hún sjái fram á að átökin verði til lykta leidd á næstunni segist Hjördís lifa í voninni. "Við vonum að stjórnvöld taki málin föstum tökum en Rauði krossinn er ekki í pólitískum átökum heldur leggjum við áherslu á að aðstoða fólkið í landinu og reynum að sjá til þess að mannréttindalög séu virt." Erlent Fréttir Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
"Ég hef verið við hjálparstörf í suðurhluta Afríku í fjögur ár og hef aldrei séð jafn mikla fátækt," segir Hjördís Guðbjörnsdóttir hjúkrunarfræðingur en hún er einn þriggja sendifulltrúa Rauða kross Íslands í Darfurhéraði í Súdan. Hjördís sinnir heilsugæslu í Abshok flóttamannabúðunum í norðurhluta Darfur en um 50 þúsund manns eru nú í búðunum og fer fjölgandi. Búðirnar eru í miðri eyðimörk og aðstæður voru ákaflega erfiðar fyrir hjálparstarfsmennina sem fyrstir komu. Skortur á hreinu drykkjarvatni og veikindi settu sitt mark á starfið. "Þetta tekur sýnilega mjög á hjálparstarfsmenn," segir Hjördís en bætir við að miklu hafi verið komið til leiðar. "Um það bil 250 manns leita til heilsugæslunnar daglega og við höfum komið upp aðstöðu fyrir ungbarnavernd sem mæður geta leitað til." Súdönsk yfirvöld hétu í síðustu viku að hlíta ályktun Sameinuðu þjóðanna og afvopna vígasveitir. Hjördís segist eiga erfitt með að greina hvort ástandið hafi breyst síðan þá. "Við verðum ekki beinlínis vör við breytingarnar sem eiga sér stað, við heyrum mestmegnis fregnir utan frá. En það er greinilegt að það er spenna vegna málsins og súdönsk yfirvöld hafa farið fram á meiri tíma til að afvopna vígasveitir." Hjördís segir að hjálparstarfsmönnum sé tekið afar vel af Súdönum og hún finni ekki fyrir neinum óþægindum. Abshok búðirnar séu jafnvel öruggari en hún hafi átt að venjast. Alþjóðadeild Rauða krossins sá um skipulag búðanna sem Hjördís telur að séu til fyrirmyndar. "Búðirnar eru ákaflega vel hannaðar, skipt í hverfi og götur og daglegt líf gengur með ró og spekt. Hjálparstofnanir reyna að sjá fólki fyrir nauðsynjum og í útjaðri búðanna hefur verið komið upp markaði þar sem fólk getur reynt að verða sér úti um það sem það vanhagar um. Hjördís segir að búðirnar geti laðað að fólk sem er að leita sér betri lífsskilyrða vegna almennrar fátæktar. "Við erum fyrst og fremst að reyna að koma lífinu í sama horf og það var áður en átökin hófust svo fólk geti haldið áfram með líf sitt. Aðspurð hvort hún sjái fram á að átökin verði til lykta leidd á næstunni segist Hjördís lifa í voninni. "Við vonum að stjórnvöld taki málin föstum tökum en Rauði krossinn er ekki í pólitískum átökum heldur leggjum við áherslu á að aðstoða fólkið í landinu og reynum að sjá til þess að mannréttindalög séu virt."
Erlent Fréttir Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira