Menning

Nýir radarar í Noregi

Lögreglan í Noregi fær nýja radara á næstunni sem eiga eftir að reynast afar hjálplegir í eftirliti á vegum landsins. Nýju radararnir koma til landsins innan sex vikna og því þarf norska lögreglan ekki að fá lánaða radara hjá Svíþjóð lengur. Nýju radararnir mæla ekki bara hraða heldur geta þeir líka séð hvort bíll sé stolinn, hvort hann sé ekki á númerum, hvort hann sé ekki skoðaður og hvort hann sé erlendur bíll sem af einhverri ástæðu er ólöglegur í landinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×