Hver er John Kerry? 26. júlí 2004 00:01 Hver er John Kerry? Það er spurningin sem hann verður helst að svara á flokksþingi demókrata sem hefst í dag í Boston. Töluverð spenna ríkir í Boston en hvort hún er öll af ótta við hryðjuverkaárásir eða hvort menn vænti stórpólitískra tíðinda, það er önnur saga. Í kvöld hefst formlega flokksþing demókrata þar sem John Kerry verður tilnefndur forsetaframbjóðandi demókrata og John Edwards varaforsetaefni flokksins. Þúsundir þingfulltrúa eru komnir til borgarinnar, enn fleiri mótmælendur en langflestir eru blaða- og fréttamennirnir, ríflega 15 þúsund talsins. Þykir þingið fyrst og fremst sett upp fyrir þá - fjölmiðlasirkus frekar en efnisleg, pólitísk grundvallarsamkoma. Fjölmiðlafulltrúi Demókrataflokksins hefur raunar sagt við blaðamennina að best sé að fylgjast með framgangi þingsins af sjónvarpsskjá þar sem það er skipulagt fyrir sjónvarp frekar en þá sem eru inni í hinu risastóra þinghúsi. Sjálft þingið fer m.a.s. fram á besta sjónvarpstíma, á milli klukkan 18 og 23 á kvöldin. Það er ekki þar með sagt að allir sofi út og ekkert gerist heldur þvert á móti. Allan daginn eru fundir af ýmsu tagi þar sem línan er lögð, málin rædd í hreinskilni og spurningum blaðamanna svarað. Demókratar leggja töluverða áherslu á að öllum sé ljóst hvað þeir ætli sér, komist þeir í Hvíta húsið, en því verður ekki neitað að hingað til hefur verið hægara sagt en gert að átta sig á því. Annars vegar má segja að John Kerry hafi oft tvær skoðanir á lykilmálum og svo virðist - eðlilega kannski - ekki ríkja fullkomin eining innan flokksins. Takist ekki að breyta þessu gæti það reynst flokknum nokkuð erfitt. Vinsældir Johns Kerrys hingað til virðast einkum byggja á því að hann er ekki George Bush. Hver hann er vita færri. Hlutverk flokksþingsins og sjónvarpsleikhússins í kring er að reyna að skilgreina hver hann er, ná forskoti í efnislegri umræðu og heilla bandarískan almenning þannig að fólk vilji fekar fá sér bjórkrús úti á krá með Kerry en Bush. Þrátt fyrir efnislegan og innihaldslegan mun á flokkunum er það nefnilega sá þáttur sem skiptir ekki síst máli þegar kosið verður í haust. Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, er á þinginu í Boston og verður með daglega pistla þaðan í vikunni. Hægt er að hlusta á þennan pistil með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Hver er John Kerry? Það er spurningin sem hann verður helst að svara á flokksþingi demókrata sem hefst í dag í Boston. Töluverð spenna ríkir í Boston en hvort hún er öll af ótta við hryðjuverkaárásir eða hvort menn vænti stórpólitískra tíðinda, það er önnur saga. Í kvöld hefst formlega flokksþing demókrata þar sem John Kerry verður tilnefndur forsetaframbjóðandi demókrata og John Edwards varaforsetaefni flokksins. Þúsundir þingfulltrúa eru komnir til borgarinnar, enn fleiri mótmælendur en langflestir eru blaða- og fréttamennirnir, ríflega 15 þúsund talsins. Þykir þingið fyrst og fremst sett upp fyrir þá - fjölmiðlasirkus frekar en efnisleg, pólitísk grundvallarsamkoma. Fjölmiðlafulltrúi Demókrataflokksins hefur raunar sagt við blaðamennina að best sé að fylgjast með framgangi þingsins af sjónvarpsskjá þar sem það er skipulagt fyrir sjónvarp frekar en þá sem eru inni í hinu risastóra þinghúsi. Sjálft þingið fer m.a.s. fram á besta sjónvarpstíma, á milli klukkan 18 og 23 á kvöldin. Það er ekki þar með sagt að allir sofi út og ekkert gerist heldur þvert á móti. Allan daginn eru fundir af ýmsu tagi þar sem línan er lögð, málin rædd í hreinskilni og spurningum blaðamanna svarað. Demókratar leggja töluverða áherslu á að öllum sé ljóst hvað þeir ætli sér, komist þeir í Hvíta húsið, en því verður ekki neitað að hingað til hefur verið hægara sagt en gert að átta sig á því. Annars vegar má segja að John Kerry hafi oft tvær skoðanir á lykilmálum og svo virðist - eðlilega kannski - ekki ríkja fullkomin eining innan flokksins. Takist ekki að breyta þessu gæti það reynst flokknum nokkuð erfitt. Vinsældir Johns Kerrys hingað til virðast einkum byggja á því að hann er ekki George Bush. Hver hann er vita færri. Hlutverk flokksþingsins og sjónvarpsleikhússins í kring er að reyna að skilgreina hver hann er, ná forskoti í efnislegri umræðu og heilla bandarískan almenning þannig að fólk vilji fekar fá sér bjórkrús úti á krá með Kerry en Bush. Þrátt fyrir efnislegan og innihaldslegan mun á flokkunum er það nefnilega sá þáttur sem skiptir ekki síst máli þegar kosið verður í haust. Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, er á þinginu í Boston og verður með daglega pistla þaðan í vikunni. Hægt er að hlusta á þennan pistil með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira