Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2025 09:59 Blaðamönnum sem samþykktu ekki nýju reglurnar var gert að ganga út úr varnarmálaráðuneytinu í gær. AP/Kevin Wolf Tugir blaðamanna skiluðu í gær inn pössum sínum og gengu út úr varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Það gerðu þeir í stað þess að samþykkja nýjar reglur Pete Hegseth, ráðherra, um störf blaðamanna í byggingunni en einungis einn miðill samþykkti þær. Reglurnar setja verulega tálma á störf blaðamanna í ráðuneytinu og meina þeim í raun að birta fréttir sem hafa ekki verið samþykktar af yfirmönnum ráðuneytisins og að spyrja starfsmenn spurninga. Blaðamenn vestanhafs segja þar að auki að reglurnar fari gegn fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna um málfrelsi og fjölmiðla. Blaðamenn vestanhafs segja einnig að nærri því billjón dala (1.000.000.000.000) af sameiginlegum fjármunum Bandaríkjamanna fari gegnum ráðuneytið. Almenningur hafi rétt á því að vita hvernig þeim fjármunum sé varið. „Það er ekki blaðamennska“ Reglurnar nýju meina blaðamönnum aðgang að stórum hlutum ráðuneytisins án fylgdar og fela í sér að blaðamenn sem spyrja starfsmenn ráðuneytisins spurninga um málefni sem hafa ekki verið samþykkt af forsvarsmönnum ráðuneytisins, hvort sem þau snúa að ríkisleyndarmálum eða ekki, verði vísað úr ráðuneytinu. Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, hefur haldið því fram að blaðamenn vilji fá að vaða um allt ráðuneytið og fá óhindraðan aðgang að hernaðarleyndarmálum en það segja blaðamenn vera kolrangt. Þeir segja enn fremur að það að samþykkja reglurnar feli í raun í sér viðurkenningu á því að það að birta fréttir sem yfirvöld hafi ekki gefið grænt ljós á, sé ógn við þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Það sé kolrangt. Jack Keane, fyrrverandi herforingi og álitsgjafi fyrir Fox News, sem samþykkti ekki reglurnar, sagði í gær að markmið Hegseth væri að stýra alfarið flæði upplýsinga. Hann sagði forsvarsmenn ráðuneytisins vilja mata blaðamenn upplýsingum og fréttum. „Það er ekki blaðamennska,“ sagði Keane samkvæmt AP fréttaveitunni. Hann sagði einnig að þegar hann vann í ráðuneytinu hafi hann látið nýja herforingja taka námskeið um mikilvægi fjölmiðla svo þeir sæju blaðamenn í öðru ljósi. „Það kom fyrir að fréttir voru sagðar þannig að mér var nokkuð brugðið. En það var yfirleitt út af einhverju sem við höfðum gert verr en við hefðum átt að gera,“ sagði Keane. Áður en hann boðaði nýju reglurnar hafði Hegseth sett tálma á blaðamenn og dregið úr flæði upplýsinga frá ráðuneytinu. Hann hefur haldið einungis tvo blaðamannafundi og ítrekað opnað rannsóknir vegna meintra leka úr ráðuneytinu. Eini miðillinn sem samþykkti Samtök blaðamanna í varnarmálaráðuneytinu, eða Pentagon Press Association, eru skipuð 101 blaðamanni frá 56 fjölmiðlum. Eins og áður segir samþykkti einungis einn miðill nýjar reglur Hegseth og var það One America News Network, eða OANN. Það er verulega íhaldssamur miðill sem stutt hefur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, dyggilega. Fyrrverandi blaðamaður miðilsins í ráðuneytinu segist hafa verið rekinn fyrr á þessu ári fyrir að hafa skrifað pistil þar sem hún gagnrýndi aðgerðir Hegseth varðandi fjölmiðla. Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Sjá meira
Reglurnar setja verulega tálma á störf blaðamanna í ráðuneytinu og meina þeim í raun að birta fréttir sem hafa ekki verið samþykktar af yfirmönnum ráðuneytisins og að spyrja starfsmenn spurninga. Blaðamenn vestanhafs segja þar að auki að reglurnar fari gegn fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna um málfrelsi og fjölmiðla. Blaðamenn vestanhafs segja einnig að nærri því billjón dala (1.000.000.000.000) af sameiginlegum fjármunum Bandaríkjamanna fari gegnum ráðuneytið. Almenningur hafi rétt á því að vita hvernig þeim fjármunum sé varið. „Það er ekki blaðamennska“ Reglurnar nýju meina blaðamönnum aðgang að stórum hlutum ráðuneytisins án fylgdar og fela í sér að blaðamenn sem spyrja starfsmenn ráðuneytisins spurninga um málefni sem hafa ekki verið samþykkt af forsvarsmönnum ráðuneytisins, hvort sem þau snúa að ríkisleyndarmálum eða ekki, verði vísað úr ráðuneytinu. Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, hefur haldið því fram að blaðamenn vilji fá að vaða um allt ráðuneytið og fá óhindraðan aðgang að hernaðarleyndarmálum en það segja blaðamenn vera kolrangt. Þeir segja enn fremur að það að samþykkja reglurnar feli í raun í sér viðurkenningu á því að það að birta fréttir sem yfirvöld hafi ekki gefið grænt ljós á, sé ógn við þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Það sé kolrangt. Jack Keane, fyrrverandi herforingi og álitsgjafi fyrir Fox News, sem samþykkti ekki reglurnar, sagði í gær að markmið Hegseth væri að stýra alfarið flæði upplýsinga. Hann sagði forsvarsmenn ráðuneytisins vilja mata blaðamenn upplýsingum og fréttum. „Það er ekki blaðamennska,“ sagði Keane samkvæmt AP fréttaveitunni. Hann sagði einnig að þegar hann vann í ráðuneytinu hafi hann látið nýja herforingja taka námskeið um mikilvægi fjölmiðla svo þeir sæju blaðamenn í öðru ljósi. „Það kom fyrir að fréttir voru sagðar þannig að mér var nokkuð brugðið. En það var yfirleitt út af einhverju sem við höfðum gert verr en við hefðum átt að gera,“ sagði Keane. Áður en hann boðaði nýju reglurnar hafði Hegseth sett tálma á blaðamenn og dregið úr flæði upplýsinga frá ráðuneytinu. Hann hefur haldið einungis tvo blaðamannafundi og ítrekað opnað rannsóknir vegna meintra leka úr ráðuneytinu. Eini miðillinn sem samþykkti Samtök blaðamanna í varnarmálaráðuneytinu, eða Pentagon Press Association, eru skipuð 101 blaðamanni frá 56 fjölmiðlum. Eins og áður segir samþykkti einungis einn miðill nýjar reglur Hegseth og var það One America News Network, eða OANN. Það er verulega íhaldssamur miðill sem stutt hefur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, dyggilega. Fyrrverandi blaðamaður miðilsins í ráðuneytinu segist hafa verið rekinn fyrr á þessu ári fyrir að hafa skrifað pistil þar sem hún gagnrýndi aðgerðir Hegseth varðandi fjölmiðla.
Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Sjá meira