Skilji áhyggjurnar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. október 2025 19:38 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra og þingmaður Viðreisnar. Vísir/Arnar Tilkoma brottfararstöðvar á Suðurnesjum er mikilvæg svo hægt sé að framfylgja stefnu stjórnvalda í málaflokknum, að mati dómsmálaráðherra. Um lokaúrræði sé að ræða og ekki hægt að una við núverandi ástand þar sem hælisleitendur eru vistaðir í fangelsum. Mannúðarsamtök telja að dvöl barna í slíku úrræði gæti haft varanleg áhrif á geðheilsu þeirra. Frumvarp ráðherra felur í sér að sett verði upp svokölluð brottfararstöð á Suðurnesjum þar sem einstaklingar eru vistaðir sem fengið hafa synjun á dvalarleyfi, til þess að tryggja að þeir yfirgefi landið. Frumvarpið hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda og má þar nú finna umsagnir frá fjölda mannréttindasamtaka sem gagnrýna það harðlega og segja lítinn sem engan mun á úrræðinu og fangelsum. Langtímaáhrif Framkvæmdastjóri Barnaheilla hefur sérstakar áhyggjur af geðheilsu barna sem til standi að loka inni. „Við eigum mikið af gögnum um börn í varðhaldi og langtímaáhrifin sem það hefur á börn að vera í varðhaldi, þó það sé í stuttan tíma. Þetta tiltekna frumvarp gefur til kynna 3-9 daga en það hefur varanleg áhrif á börn þegar þau eru í lokuðum úrræðum, eða fangelsum.“ Hugsað sem algjört lokaúrræði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir úrræðið hugsað sem algjört lokaúrræði gagnvart fólki sem sýni engan samstarfsvilja. Ísland sé eina Schengen ríkið án slíkrar brottfararstöðvar. „Varðandi þessa gagnrýni get ég auðvitað skilið þessi sjónarmið, hvaðan þau koma en eins og ég segi: Ísland er eftirbátur annarra ríkja hvað þetta varðar og þetta snýst um það að geta framfylgt hérna ákveðinni stefnu í þessum málaflokki.“ Ekkert fylgdarlaust barn verði vistað á brottfarastöðinni og segir ráðherra það hennar von að sem fæsta þurfi að vista þar, horft sé til þess að sundra ekki fjölskyldum. „Og ég held við þurfum alltaf að hugsa til þess að þegar samtök segja að þetta úrræði sé harkalegt, þá er það auðvitað á ákveðinn hátt þannig. Þetta er ákveðin þvingunarráðstöfun til þess að ná að framfylgja ákveðnum ákvörðunum.“ Hinn valkosturinn sé sá að una áfram við óbreytt ástand, þar sem fólk er vistað í fangelsi, sem sé langtum harkalegri leið. „En ég skil alveg áhyggjurnar og þetta er eins og ég segi algjört lokaúrræði um það að við náum að koma fólki úr landi sem hefur fengið synjun allsstaðar í kerfinu, kært ákvörðun, fengið aðra rýni, fær synjun en neitar að fara og sýnir enga samvinnu.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hælisleitendur Viðreisn Brottfararstöð fyrir útlendinga Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira
Frumvarp ráðherra felur í sér að sett verði upp svokölluð brottfararstöð á Suðurnesjum þar sem einstaklingar eru vistaðir sem fengið hafa synjun á dvalarleyfi, til þess að tryggja að þeir yfirgefi landið. Frumvarpið hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda og má þar nú finna umsagnir frá fjölda mannréttindasamtaka sem gagnrýna það harðlega og segja lítinn sem engan mun á úrræðinu og fangelsum. Langtímaáhrif Framkvæmdastjóri Barnaheilla hefur sérstakar áhyggjur af geðheilsu barna sem til standi að loka inni. „Við eigum mikið af gögnum um börn í varðhaldi og langtímaáhrifin sem það hefur á börn að vera í varðhaldi, þó það sé í stuttan tíma. Þetta tiltekna frumvarp gefur til kynna 3-9 daga en það hefur varanleg áhrif á börn þegar þau eru í lokuðum úrræðum, eða fangelsum.“ Hugsað sem algjört lokaúrræði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir úrræðið hugsað sem algjört lokaúrræði gagnvart fólki sem sýni engan samstarfsvilja. Ísland sé eina Schengen ríkið án slíkrar brottfararstöðvar. „Varðandi þessa gagnrýni get ég auðvitað skilið þessi sjónarmið, hvaðan þau koma en eins og ég segi: Ísland er eftirbátur annarra ríkja hvað þetta varðar og þetta snýst um það að geta framfylgt hérna ákveðinni stefnu í þessum málaflokki.“ Ekkert fylgdarlaust barn verði vistað á brottfarastöðinni og segir ráðherra það hennar von að sem fæsta þurfi að vista þar, horft sé til þess að sundra ekki fjölskyldum. „Og ég held við þurfum alltaf að hugsa til þess að þegar samtök segja að þetta úrræði sé harkalegt, þá er það auðvitað á ákveðinn hátt þannig. Þetta er ákveðin þvingunarráðstöfun til þess að ná að framfylgja ákveðnum ákvörðunum.“ Hinn valkosturinn sé sá að una áfram við óbreytt ástand, þar sem fólk er vistað í fangelsi, sem sé langtum harkalegri leið. „En ég skil alveg áhyggjurnar og þetta er eins og ég segi algjört lokaúrræði um það að við náum að koma fólki úr landi sem hefur fengið synjun allsstaðar í kerfinu, kært ákvörðun, fengið aðra rýni, fær synjun en neitar að fara og sýnir enga samvinnu.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hælisleitendur Viðreisn Brottfararstöð fyrir útlendinga Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira