Skilji áhyggjurnar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. október 2025 19:38 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra og þingmaður Viðreisnar. Vísir/Arnar Tilkoma brottfararstöðvar á Suðurnesjum er mikilvæg svo hægt sé að framfylgja stefnu stjórnvalda í málaflokknum, að mati dómsmálaráðherra. Um lokaúrræði sé að ræða og ekki hægt að una við núverandi ástand þar sem hælisleitendur eru vistaðir í fangelsum. Mannúðarsamtök telja að dvöl barna í slíku úrræði gæti haft varanleg áhrif á geðheilsu þeirra. Frumvarp ráðherra felur í sér að sett verði upp svokölluð brottfararstöð á Suðurnesjum þar sem einstaklingar eru vistaðir sem fengið hafa synjun á dvalarleyfi, til þess að tryggja að þeir yfirgefi landið. Frumvarpið hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda og má þar nú finna umsagnir frá fjölda mannréttindasamtaka sem gagnrýna það harðlega og segja lítinn sem engan mun á úrræðinu og fangelsum. Langtímaáhrif Framkvæmdastjóri Barnaheilla hefur sérstakar áhyggjur af geðheilsu barna sem til standi að loka inni. „Við eigum mikið af gögnum um börn í varðhaldi og langtímaáhrifin sem það hefur á börn að vera í varðhaldi, þó það sé í stuttan tíma. Þetta tiltekna frumvarp gefur til kynna 3-9 daga en það hefur varanleg áhrif á börn þegar þau eru í lokuðum úrræðum, eða fangelsum.“ Hugsað sem algjört lokaúrræði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir úrræðið hugsað sem algjört lokaúrræði gagnvart fólki sem sýni engan samstarfsvilja. Ísland sé eina Schengen ríkið án slíkrar brottfararstöðvar. „Varðandi þessa gagnrýni get ég auðvitað skilið þessi sjónarmið, hvaðan þau koma en eins og ég segi: Ísland er eftirbátur annarra ríkja hvað þetta varðar og þetta snýst um það að geta framfylgt hérna ákveðinni stefnu í þessum málaflokki.“ Ekkert fylgdarlaust barn verði vistað á brottfarastöðinni og segir ráðherra það hennar von að sem fæsta þurfi að vista þar, horft sé til þess að sundra ekki fjölskyldum. „Og ég held við þurfum alltaf að hugsa til þess að þegar samtök segja að þetta úrræði sé harkalegt, þá er það auðvitað á ákveðinn hátt þannig. Þetta er ákveðin þvingunarráðstöfun til þess að ná að framfylgja ákveðnum ákvörðunum.“ Hinn valkosturinn sé sá að una áfram við óbreytt ástand, þar sem fólk er vistað í fangelsi, sem sé langtum harkalegri leið. „En ég skil alveg áhyggjurnar og þetta er eins og ég segi algjört lokaúrræði um það að við náum að koma fólki úr landi sem hefur fengið synjun allsstaðar í kerfinu, kært ákvörðun, fengið aðra rýni, fær synjun en neitar að fara og sýnir enga samvinnu.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hælisleitendur Viðreisn Brottfararstöð fyrir útlendinga Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira
Frumvarp ráðherra felur í sér að sett verði upp svokölluð brottfararstöð á Suðurnesjum þar sem einstaklingar eru vistaðir sem fengið hafa synjun á dvalarleyfi, til þess að tryggja að þeir yfirgefi landið. Frumvarpið hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda og má þar nú finna umsagnir frá fjölda mannréttindasamtaka sem gagnrýna það harðlega og segja lítinn sem engan mun á úrræðinu og fangelsum. Langtímaáhrif Framkvæmdastjóri Barnaheilla hefur sérstakar áhyggjur af geðheilsu barna sem til standi að loka inni. „Við eigum mikið af gögnum um börn í varðhaldi og langtímaáhrifin sem það hefur á börn að vera í varðhaldi, þó það sé í stuttan tíma. Þetta tiltekna frumvarp gefur til kynna 3-9 daga en það hefur varanleg áhrif á börn þegar þau eru í lokuðum úrræðum, eða fangelsum.“ Hugsað sem algjört lokaúrræði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir úrræðið hugsað sem algjört lokaúrræði gagnvart fólki sem sýni engan samstarfsvilja. Ísland sé eina Schengen ríkið án slíkrar brottfararstöðvar. „Varðandi þessa gagnrýni get ég auðvitað skilið þessi sjónarmið, hvaðan þau koma en eins og ég segi: Ísland er eftirbátur annarra ríkja hvað þetta varðar og þetta snýst um það að geta framfylgt hérna ákveðinni stefnu í þessum málaflokki.“ Ekkert fylgdarlaust barn verði vistað á brottfarastöðinni og segir ráðherra það hennar von að sem fæsta þurfi að vista þar, horft sé til þess að sundra ekki fjölskyldum. „Og ég held við þurfum alltaf að hugsa til þess að þegar samtök segja að þetta úrræði sé harkalegt, þá er það auðvitað á ákveðinn hátt þannig. Þetta er ákveðin þvingunarráðstöfun til þess að ná að framfylgja ákveðnum ákvörðunum.“ Hinn valkosturinn sé sá að una áfram við óbreytt ástand, þar sem fólk er vistað í fangelsi, sem sé langtum harkalegri leið. „En ég skil alveg áhyggjurnar og þetta er eins og ég segi algjört lokaúrræði um það að við náum að koma fólki úr landi sem hefur fengið synjun allsstaðar í kerfinu, kært ákvörðun, fengið aðra rýni, fær synjun en neitar að fara og sýnir enga samvinnu.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hælisleitendur Viðreisn Brottfararstöð fyrir útlendinga Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira