Erlent

Ólíkt mataræði

Norðmenn eru reglusamastir, Svíar nútímalegastir, Finnar fastheldnastir og Danir félagslyndastir samkvæmt nýrri könnun sem gerð hefur verið á matarvenjum Norðurlandabúa. Þar kemur fram að mataræði þjóðanna er fremur ólíkt en algengt er alls staðar að morgunmatinn borði flestir einir síns liðs, hádegismatinn yfirleitt með starfsfélögum og flestir borða kvöldmatinn með fjölskyldu og vinum. Ísland var ekki með í könnuninni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×