Erlent

Húsbátar í stað sumarhúsa

Sífellt fleiri Danir varpa hugmyndinni um sumarhús fyrir róða og kaupa sér húsbát í staðinn en með þeim hætti fæst eigulegur sumarbústaður með útsýn til hafs á mun lægra verði en dýr eign á landi. Er farið að tala um sprengingu í þessu sambandi enda eru kostir húsbáta æði margir fram yfir sumarhúsin. Auðvelt er að flytja ef þörf krefur, engin fasteignagjöld eru innheimt af húsbátum og alltaf er afar stutt á ströndina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×