Þungarokk í belgískri sveit 7. júlí 2004 00:01 Fannar Örn Karlsson er nítján ára og liðsmaður í Götuhernaðinum. Hann fór á tónleika og rankaði svo við sér matar- og húsnæðislaus í belgískri sveit. "Ég fór til Belgíu með félögum mínum á IPER Hardcore Festival þar sem er einkum leikið svæsið þungarokk og svo fréttum við af tónleikum með íslensku hljómsveitinni I-Adapt sem var á Evróputúr. Þetta voru pínulítilir tónleikar í pínulitlum bæ en við vorum kátir og ákváðum að skella okkur. Bærinn var svo lítill að þar var ekki einu sinni lestarstöð heldur þurftum við nánast að hoppa út úr lestinni á ferð. Tónleikarnir voru frábærir en þegar þeim var lokið komumst við að því að bærinn var of lítill til að það borgaði sig að hafa þar hótel. Við vorum sem sagt lengst úti í sveit í Belgíu, með enga gistingu og matarlausir því það var auðvitað löngu búið að loka einu búðinni í bænum. Þetta bjargaðist þannig að félagar okkar í hljómsveitinni þekktu fólk sem var til í að skjóta skjólshúsi yfir okkur. Það fólk bjó langt í burtu, eiginlega í úthverfinu af þessu smáþorpi og við þurftum fyrst að taka lest og svo fara hálftíma í bíl. Við enduðum heima hjá þessu fólki, fengum að gista og borða og þau voru mjög góð við okkur þannig að þetta fór allt vel." En skyldi Fannar ætla að ferðast eitthvað í sumar? "Ég var að koma frá Danmörku og ætla til Bretlands að vinna fyrir þungarokkshljómsveit, selja boli og þess háttar. Annars fer sumarið hjá mér aðallega í það að vinna með Götuhernaðinum," segir Fannar og er búinn að tryggja sér bed-and-breakfast í Bretlandi. Ferðalög Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Fannar Örn Karlsson er nítján ára og liðsmaður í Götuhernaðinum. Hann fór á tónleika og rankaði svo við sér matar- og húsnæðislaus í belgískri sveit. "Ég fór til Belgíu með félögum mínum á IPER Hardcore Festival þar sem er einkum leikið svæsið þungarokk og svo fréttum við af tónleikum með íslensku hljómsveitinni I-Adapt sem var á Evróputúr. Þetta voru pínulítilir tónleikar í pínulitlum bæ en við vorum kátir og ákváðum að skella okkur. Bærinn var svo lítill að þar var ekki einu sinni lestarstöð heldur þurftum við nánast að hoppa út úr lestinni á ferð. Tónleikarnir voru frábærir en þegar þeim var lokið komumst við að því að bærinn var of lítill til að það borgaði sig að hafa þar hótel. Við vorum sem sagt lengst úti í sveit í Belgíu, með enga gistingu og matarlausir því það var auðvitað löngu búið að loka einu búðinni í bænum. Þetta bjargaðist þannig að félagar okkar í hljómsveitinni þekktu fólk sem var til í að skjóta skjólshúsi yfir okkur. Það fólk bjó langt í burtu, eiginlega í úthverfinu af þessu smáþorpi og við þurftum fyrst að taka lest og svo fara hálftíma í bíl. Við enduðum heima hjá þessu fólki, fengum að gista og borða og þau voru mjög góð við okkur þannig að þetta fór allt vel." En skyldi Fannar ætla að ferðast eitthvað í sumar? "Ég var að koma frá Danmörku og ætla til Bretlands að vinna fyrir þungarokkshljómsveit, selja boli og þess háttar. Annars fer sumarið hjá mér aðallega í það að vinna með Götuhernaðinum," segir Fannar og er búinn að tryggja sér bed-and-breakfast í Bretlandi.
Ferðalög Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira