Erlent

Portadown-ganga stöðvuð

Lögregla hindraði för um 2.000 mótmælenda um kaþólska hluta Portadown í árlegri göngu Óraníureglunnar í gær. Þetta er sjöunda árið í röð sem gangan er stöðvuð á þessum stað. Leiðtogar Óraníureglunnar afhentu lögreglumönnum mótmælabréf og kröfðust þess að fá að ganga Garvaghy-veg að miðbæ Portatown, en við þann veg hafa harðlínukaþólikkar haldið uppi mótmælum síðastliðinn áratug. Eftir viðræður við lögreglu var göngumönnum tjáð að þeim væri velkomið að mótmæla friðsamlega við hindranir lögreglunnar. Einungis fáum mínútum síðar hvarf meirihluti göngumanna á brott án vandræða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×