Erlent

Uppbygging Frelsisturnsins hefst

Uppbygging Frelsisturnsins í New York hófst með formlegum hætti í dag. Turninn mun rísa þar sem Tvíburaturnarnir stóðu áður og verður hæsta bygging veraldar. Turninn verður rúmir 540 metrar að hæð eða 1776 fet. Sú tala er engin tilviljun en árið 1776 fengu Bandaríkjamenn einmitt sjálfstæði og er frelsisnafngiftin þaðan komin. Það er viðeigandi að uppbygging turnsins hefjist formlega á þjóðhátíðardegi Bandaríkjann, enda á byggingin að verða tákn New York borgar, Bandaríkjanna allra og baráttunnar gegn hryðjuverkum að sögn borgarstjóra New York borgar, George Patakis. Áætlað er að framkvæmdum við turninn verði lokið árið 2009. Samhliða framkvæmdum við turninn verður reistur minnisvarði um þá 2749 einstaklinga sem létu lífið í árásunum á Tvíburaturnana þann 11 september árið 2001 og þá sex sem létust í árásum á sömu turna árið 1993.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×