Erlent

Mega ekki bera höfuðklúta

Mannréttindadómstóllinn í Strassburg hefur úrskurðað að ríkisháskólar í Tyrklandi megi banna múslimum að bera höfuðklúta þar sem það sé undirstöðuatriði í aðskilnaði ríkis og kirkju. Þetta gæti verið fordæmisgefandi úrskurður í málaferlum um þetta atriði. Frakkar hafa þegar bannað múslimum að bera höfuðklúta í ríkisreknum skólum og Þjóðverjar hafa bannað kennurum að bera slík höfuðföt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×