Erlent

Viðskiptahindranir á bjór afnumdar

Þótt ótrúlegt megi virðast er nú verið að að afnema viðskiptahindranir með bjór í Danmörku og færa þá viðskiptahætti til þess sem ríkir í yngsta bjórvædda landi Evrópu, Íslandi. Hingað til hafa stóru bjórframleiðendurnir skipt með sér og setið einir að karanabjórsölu á veitingastöðum og ölkrám, gagnstætt því sem tíðkast hér þar sem hægt er að fá margs konar kranabjór úr sama kranakerfinu, eða að sami veitingamaðurinn getur haft fleiri en eitt kerfi. Minni bjórframleiðendur í Danmörku og víðar í Evrópusambandinu fagna þessu frjálsræði og telja það líka auka fjölbreytni og þjónustu á veitingastöðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×