Lífið

Málsatriðum haldið frá fjölmiðlum

Dómarinn í máli Michael Jackson neitar að afhenda fjölmiðlum skjölin sem lýsa ákæruatriðum saksóknara á hendur popparans. Þar eru nákvæmar lýsingar á þeim kynferðisbrotum sem Jackson er sakaður um að hafa framkvæmt á 13 ára krabbameinssjúkum dreng. Fjölmiðlar fóru fram á að fá eintak af skjölunum sem lýsa víst 28 atvikum auk lista yfir þau sönnunargögn sem verða notuð í málinu. Rodney Melville, dómari málsins, ályktaði að best væri að halda þessu frá almenningi þar sem umfjöllun um meint brot Jacksons gætu skaðað málið áður en það kæmi fyrir rétt. Dómarinn tók sér góðan tíma áður en hann greindi frá niðurstöðu sinni. Jackson er ákærður fyrir tíu meint kynferðisbrot og lýsir yfir sakleysi sínu. Hann er einnig ákærður fyrir samsæri og mannránstilraun. Fimm aðrir einstaklingar eru nefndir sem þátttakendur í meintum brotum popparans og hafa fjölmiðlar krafist þess að þeir verði nefndir. Nöfnum þeirra verður hins vegar haldið leyndum þar til réttarhöldin eiga að hefjast, 13. september. Þó er búist við því að málinu verði frestað eitthvað lengur svo að lögfræðingar geti fengið lengri tíma til þess að undirbúa málflutning sinn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.