Útvarpstækið ómissandi 14. júní 2004 00:01 Aino Freyju Järvelä leikkonu finnst útvarpstækið besti hluturinn í bílnum sínum. Hún segist yfir höfuð ekki hlusta mikið á útvarp en nýti tímann í það þegar hún sé að keyra. "Mér finnst tilvalið að hlusta á fréttirnar í bílnum. Einnig finnst mér mjög gott að hlusta og læra þá tónlist sem er í verkunum sem ég er að vinna að hverju sinni. Þar með nota ég tímann sem ég þarf að eyða í bílnum til að vinna," segir hún. Aino Freyja er búin að eiga bílinn sinn sem er af gerðinni Nissan Almera í tæp tvö ár og er hún hæstánægð með hann. "Ég nota bílinn ekki mikið á sumrin því þá reyni ég að fara allra minna ferða á reiðhjóli. Þar slæ ég tvær flugur í einu höggi, kem mér í gott form og spara bensín. Aftur á móti er bíllinn minn mikið þarfaþing á veturna því þá er ég að vinna á mörgum stöðum og verð að vera fljót að komast á milli," segir hún. Á sumrin er nóg að gera hjá Aino Freyju því þá vinnur hún sem leiðsögumaður. Hún er einnig nýkjörin formaður Bandalags sjálfstæðu leikhúsanna en það er vettvangur hagsmunagæslu og samhæfingar sjálfstæðu atvinnuleikhúsanna í baráttu fyrir viðurkenningu og betra starfsumhverfi. Þá er Aino Freyja og Hrefna Hallgrímsdóttir leikkona, ásamt fleirum, að setja upp leikþátt upp úr Jónsmessunæturdraumi sem sýnt verður í Húsdýra - og fjölskyldugarðinum á Jónsmessunótt. Bílar Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Aino Freyju Järvelä leikkonu finnst útvarpstækið besti hluturinn í bílnum sínum. Hún segist yfir höfuð ekki hlusta mikið á útvarp en nýti tímann í það þegar hún sé að keyra. "Mér finnst tilvalið að hlusta á fréttirnar í bílnum. Einnig finnst mér mjög gott að hlusta og læra þá tónlist sem er í verkunum sem ég er að vinna að hverju sinni. Þar með nota ég tímann sem ég þarf að eyða í bílnum til að vinna," segir hún. Aino Freyja er búin að eiga bílinn sinn sem er af gerðinni Nissan Almera í tæp tvö ár og er hún hæstánægð með hann. "Ég nota bílinn ekki mikið á sumrin því þá reyni ég að fara allra minna ferða á reiðhjóli. Þar slæ ég tvær flugur í einu höggi, kem mér í gott form og spara bensín. Aftur á móti er bíllinn minn mikið þarfaþing á veturna því þá er ég að vinna á mörgum stöðum og verð að vera fljót að komast á milli," segir hún. Á sumrin er nóg að gera hjá Aino Freyju því þá vinnur hún sem leiðsögumaður. Hún er einnig nýkjörin formaður Bandalags sjálfstæðu leikhúsanna en það er vettvangur hagsmunagæslu og samhæfingar sjálfstæðu atvinnuleikhúsanna í baráttu fyrir viðurkenningu og betra starfsumhverfi. Þá er Aino Freyja og Hrefna Hallgrímsdóttir leikkona, ásamt fleirum, að setja upp leikþátt upp úr Jónsmessunæturdraumi sem sýnt verður í Húsdýra - og fjölskyldugarðinum á Jónsmessunótt.
Bílar Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira