Breyttir jeppar ekki hættulegri 12. júní 2004 00:01 "Niðurstaðan er sú að breyttir og upphækkaðir jeppar hafa hvorki hærri slysatíðni né verri meiðslatíðni en venjulegir jeppar," segir Skúli Þórðarson, einn höfunda nýrrar skýrslu um slysatíðni breyttra jeppa. Úrtakið var rúmlega 15 þúsund jeppar af 22 mismunandi tegundum sem nýskráðir höfðu verið á tímabilinu 199 -2001. Skýrslan var unnin af Orion ráðgjöf með sérstökum styrk frá Rannsóknarnefnd umferðarslysa. Skúli segir að niðurstaðan hafi að vissu leyti komið á óvart enda hafi goðsögnin um að breyttir jeppar séu hættulegri í umferðinni verið lífseig meðal almennings undanfarin ár. "Breyttir jeppar hafa löngum haft verra orð á sér en efni standa til en það hafa engin haldbær rök komið fram um að þeir valdi meiri hættu, fleiri slysum eða verri slysum og skýrslan staðfestir það." Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar mælist ekki marktækur munur á meiðslum ökumanna sem lentu í árekstrum við breytta eða óbreytta jeppa á viðkomandi tímabili. Þó er tekið fram að stutt er síðan upphækkaðir jeppar komu fyrst á göturnar og tiltölulega fá slys vegna þeirra orðið hér á landi enn sem komið er. Skúli segir þetta alls engar lokaniðurstöður en þær sýni svo ekki verði um villst að sú ógn sem mörgum vegfarendum standi af upphækkuðum jeppum sé minni en flestir óttast og dekkjastærð skipti þar engu máli. "Aðalatriðið er að um er að ræða þunga bíla sem lenda á léttum bílum og slíkt er ávísun á alvarlegri slys þótt tölfræðin bendi til annars." Engar árekstarprófanir hafa farið fram hérlendis vegna þessara séríslensku risajeppa sem keyra á vegum landsins. Ágúst Mogensen hjá Rannsóknarnefnd umferðarslysa segir að vitað sé að stórir jeppar fara fram yfir öll öryggismörk í árekstrum. "Það er vissulega kominn tími til að kanna þetta til hlítar með prófunum en kannanir sem þessar kosta skildinginn og það er ekki til fjármagn til slíkra verka." Fréttir Innlent Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
"Niðurstaðan er sú að breyttir og upphækkaðir jeppar hafa hvorki hærri slysatíðni né verri meiðslatíðni en venjulegir jeppar," segir Skúli Þórðarson, einn höfunda nýrrar skýrslu um slysatíðni breyttra jeppa. Úrtakið var rúmlega 15 þúsund jeppar af 22 mismunandi tegundum sem nýskráðir höfðu verið á tímabilinu 199 -2001. Skýrslan var unnin af Orion ráðgjöf með sérstökum styrk frá Rannsóknarnefnd umferðarslysa. Skúli segir að niðurstaðan hafi að vissu leyti komið á óvart enda hafi goðsögnin um að breyttir jeppar séu hættulegri í umferðinni verið lífseig meðal almennings undanfarin ár. "Breyttir jeppar hafa löngum haft verra orð á sér en efni standa til en það hafa engin haldbær rök komið fram um að þeir valdi meiri hættu, fleiri slysum eða verri slysum og skýrslan staðfestir það." Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar mælist ekki marktækur munur á meiðslum ökumanna sem lentu í árekstrum við breytta eða óbreytta jeppa á viðkomandi tímabili. Þó er tekið fram að stutt er síðan upphækkaðir jeppar komu fyrst á göturnar og tiltölulega fá slys vegna þeirra orðið hér á landi enn sem komið er. Skúli segir þetta alls engar lokaniðurstöður en þær sýni svo ekki verði um villst að sú ógn sem mörgum vegfarendum standi af upphækkuðum jeppum sé minni en flestir óttast og dekkjastærð skipti þar engu máli. "Aðalatriðið er að um er að ræða þunga bíla sem lenda á léttum bílum og slíkt er ávísun á alvarlegri slys þótt tölfræðin bendi til annars." Engar árekstarprófanir hafa farið fram hérlendis vegna þessara séríslensku risajeppa sem keyra á vegum landsins. Ágúst Mogensen hjá Rannsóknarnefnd umferðarslysa segir að vitað sé að stórir jeppar fara fram yfir öll öryggismörk í árekstrum. "Það er vissulega kominn tími til að kanna þetta til hlítar með prófunum en kannanir sem þessar kosta skildinginn og það er ekki til fjármagn til slíkra verka."
Fréttir Innlent Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira