Innlent

Lítrinn niður fyrir 100 krónur

Verð á bensínlítranum er komið niður fyrir hundrað krónur lítrinn og þarf að leita aftur í ágústmánuð til að finna sambærilegt verð. Þessu marki var náð eftir að Atlantsolía og sjálfsafgreiðslustöðvar stóru olíufélaganna lækkuðu verðið um nokkrar krónur í gærkvöldi. Hann kostar nú 99 krónur og einhverja aura á öllum þessum stöðvum og hefur ekki verið á því verði síðan í lok ágúst. Lítrinn kostar nú almennt rúmlega 101 krónu úr sjálfsafgreiðslutönkum stóru olíufélaganna og þau hafa líka lækkað verðið í bensínviðskiptum með fullri þjónustu. Tvennt kemur einkum til. Annars vegar að dollarinn hefur hríðlækkað gagnvart krónunnni að undanförnu en olíuviðskiptin eru í dollurum. Hins vegar hefur bensínverð á heimsmarkaði lækkað um 15% á nokkrum dögum og er sú lækkun að skila sér hér á landi, fyrr en venja hefur verið til. Það bendir til vaxandi samkeppni á bensínmarkaðnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×