Erlent

Páfi í heimsókn í Frakklandi

Jóhannes Páll páfi kom í dag í tveggja daga heimsókn til frönsku borgarinnar Lourdes. Þetta er pílagrímsför fyrir páfa til þessa helga staðar kaþólskra manna þar sem vatnið er talið hafa lækningarmátt. Jóhannes Páll mun syngja messu í Lourdes á sunnudag og er búist við miklum mannfjölda. Jaques Chirac, forseti Frakklands, tók á móti páfa í Lourdes og bauð hann velkominn í nafni allra Frakka, af öllum trúarbrögðum. Myndin var tekin af Jóhannesi Páli páfa við predikun í Castel Gandolfo héraðinu á Ítalíu fyrr í vikunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×