Innlent

Stúlkurnar betri í stærðfræði

Íslenskar stúlkur eru mun betri en drengir í stærðfræði samkvæmt nýrri alþjóðlegri könnun. Ísland er eina landið þar sem stúlkur eru verulega betri en piltar í stærðfræði við 15 ára aldur samkvæmt PISA-rannsókn OECD. Hið almenna mynstur í stærðfræði hjá öllum þátttökuþjóðunum var að piltar væru nokkuð betri í stærðfræði en stúlkur, en Ísland var eina landið þar sem munurinn snerist algerlega við. Íslenskar stúlkur voru í 8. sæti af stúlkum þeirra rúmlega 40 landa sem tóku þátt í rannsókninni. Frammistaða íslenskra ungmenna í stærðfræði hefur almennt batnað verulega frá árinu 2000, þegar sambærileg rannsókn var síðast gerð. Hins vegar er frammistaða íslenskra tíundu bekkinga ekki eins góð í lestri, þar sem við rekum lestina af Norðurlandaþjóðunum og frammistöðunni hefur hrakað frá árinu 2000. Finnar komu langbest allra þjóða út úr rannsókninni og voru í efsta sæti í tveim flokkum af fjórum og alls staðar í einu af þrem efstu sætunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×