Erlent

Símaviðtöl lækna þunglyndi

Símaviðtöl geta bætt líðan þunglyndra samkvæmt nýrri rannsókn lækna í Seattle í Bandaríkjunum. Í rannsókninni, sem náði til 600 þunglyndra einstaklinga af báðum kynjum, var staðalaðri hugrænni atferlismeðferð beitt í 30-40 mínútur með reglulegu millibili í 18 mánuði. Í ljós kom að 80% þeirra sem fengu meðferð í gegnum síma samhliða lyfjanotkun sögðu að líðan sín hefði batnað verulega á meðan á meðferðinni stóð, samanborið við 55% þeirra sem aðeins tóku lyf. Það sem læknarnir segja sérstaklega ánægjulegt við þessar niðurstöður sé að með þessu sé komin leið til að ná til þeirra sem ekki vilja eða geta mætt í meðferð, sem sé afar algengt vandamál og eins geri þetta eftirfylgni mun auðveldari í vöfum en hingað til.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×