Erlent

Heimurinn er ekki öruggari

Innrásin í Írak hefur ekki leitt til öruggari heims. Þetta segir Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna. Þessi orð lét Kofi Annan falla í viðtali á breskri sjónvarpsstöð í morgun, og koma þau sér ekki vel fyrir Bush bandaríkjaforseta og Tony Blair forsætisráðherra Bretlands, sem hafa hamrað á því undanfarna mánuði, til að réttlæta innrásina í Írak, að heimurinn væri mun öruggari staður nú en áður. Annan sagði að yfrið nóg verk væri fyrir höndum til að bæta öryggið. Alþjóðastofnanir þyrftu að vinna mun betur saman og það væri ekki hægt að segja að heimurinn væri öruggari þegar litið væri til alls þess ofbeldis sem ætti sér stað, hryðjuverka um allan heim og ástandsins í Írak eins og það er nú.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×