Lífið

Íslandsspil leggja til 5 milljónir

Íslandsspil afhentu í dag Rauða krossi Íslands fimm milljónir króna til hjálparstarfsins vegna hamfaranna sem urðu við Indlandshaf á annan í jólum. Hjálparstarf Rauða krossins á svæðinu er það umfangsmesta sem hreyfingin hefur ráðist í um áratugaskeið. Samkvæmt hjálparbeiðni sem Alþjóða Rauði krossinn sendi út í gær er þörf á um þremur milljörðum króna til hjálparstarfs hreyfingarinnar. Íslandsspil eru fjáröflunarfyrirtæki í eigu Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Rauða kross Íslands og SÁÁ. Allur ágóði af starfseminni rennur til samfélagsins í gegnum starf félaganna þriggja. Fjármunum Íslandsspila hefur ekki áður verið ráðstafað til einstakra verkefna með þessum hætti. Vegna umfangs hamfarannaog gríðarlegrar þarfar fyrir utanaðkomandi aðstoð ákvað stjórn Íslandsspila að taka beinan þátt í söfnun Rauða krossins vegna hjálparstarfsins að þessu sinni.Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.