Erlent

Bush með 8% forskot

Munurinn á fylgi George W. Bush og John Kerrys er nú átta prósent samkvæmt nýjustu könnunum, þegar aðeins um mánuður er í forsetakosningarnar. Bush, Bandaríkjaforseti hefur 52% fylgi samkvæmt nýrri könnun CNN en Kerry er með 44% fylgi. Ralp Nader hefur hins vegar 3% fylgi. Átökin í Írak halda áfram að hafa áhrif á kosningabaráttuna en Bush og Kerry saka hvorn annan um óskýra stefnu í málefnum Íraks. Frambjóðendurnir halda áfram ferð sinni um landið en í þessari viku verða fyrstu kappræður forsetaframbjóðendanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×