Innlent

Stórum veiðisvæðum lokað

Talið er að ákvörðun Evrópusambandsins um að loka stórum veiðisvæðum í Norðursjó, Írlandshafinu og út af vesturströnd Skotlands muni leiða til sextíu prósenta samdráttar í síldveiðum, 34 prósenta í þorskveiðum og 27 prósenta samdráttar í makrílveiðum. Þetta kemur fram á vefsíðu IntraFish. Ákvörðun Evrópusambandsins hefur mætt harðri andstöðu meðal hagsmunaaðila í sjávarútvegi og því er haldið fram að ákvörðunin muni leiða til þess að þorskveiðar verði í reynd bannaðar í Norðursjó.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×