Innlagnir vegna aukaverkana 10. desember 2004 00:01 Notkun þunglyndislyfja getur, í sjaldgæfum tilvikum, valdið svokallaðri afhamlandi hegðun hjá börnum og unglingum í byrjun meðferðar og er stundum skammtaháð, að sögn Ólafs Ó. Guðmundssonar yfirlæknis á Barna- og unglingageðdeildinni við Dalbraut. Með afhamlandi hegðun er átt við örlyndi og hegðunartruflanir, sem geta komið fram sem tímabundnar aukaverkanir þunglyndislyfja. Sérfræðinefnd Evrópsku lyfjastofnunarinnar hefur sent út ítrekun varðandi notkun allmargra þekkta þunglyndislyfja hjá börnum og unglingum, þar sem þau geti valdið aukinni hættu á sjálfsvígshegðun. Nefndin hefur skoðað ný gögn varðandi notkun þessara lyfja í börnum. Niðurstaðan var sú að gögnin bentu til þess að það væri aukin hætta á sjálfvígshugmyndum og sjálfsvígstilraunum, eða hegðun tengdri því svo sem sjálfskaða, árásargirni og tilfinningasveiflum. Ekki var þó tilkynnt um sjálfsvíg í klínískum rannsóknum í börnum og unglingum. Lagt var til að öryggi þessara lyfja í börnum og unglingum yrði rannsakað frekar í Evrópu. Þar til þær niðurstöður liggja fyrir vill nefndin koma þeim upplýsingum á framfæri til lækna, sjúklinga og foreldra, að umrædd lyf séu ekki skráð við þunglyndi og kvíða hjá börnum og unglingum í öllum löndum Evrópu. Þessi lyf ætti almennt ekki að nota hjá þessum aldurshópi þar sem klínískar rannsóknir hafa sýnt fram á aukna hættu á sjálfsvígshegðun. Samt sem áður getur verið þörf á því að ávísa þessum lyfjum fyrir þennan sjúklingahóp, segir sérfræðinefndin. Í þeim tilvikum er mikilvægt að fylgjast vel með sjúklingi með tilliti til sjálfsvígshegðunar, sjálfsskaða og árásargirni. Þetta er sérstaklega mikilvægt í upphafi meðferðar. Ólafur sagði, að tímabundnar hegðunartruflanir væru þekkt en sjaldgæf aukaverkun þunglyndislyfja. "Ef að unglingur með þunglyndi er með sjálfskaðahugsanir er mikilvægt að fylgjast vel með afhömlunareinkennum í byrjun meðferðar meðan jafnvægi er að komast á líðan en í alvarlegustu tilvikunum getur innlögn verið nauðsynleg. Hafa ber í huga að þó að þunglyndi sé einn áhættuþáttur sjálfsvíga að þá geta sterkari áhættuþættir svo sem árásargirni og notkun áfengis og fíkniefna verið afleiðingar þunglyndis. Vega þarf og meta í hverju tilviki ávinning á líðan og virkni á móti hugsanlegum aukaverkunum þmt sjálfskaðahegðun. " Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Notkun þunglyndislyfja getur, í sjaldgæfum tilvikum, valdið svokallaðri afhamlandi hegðun hjá börnum og unglingum í byrjun meðferðar og er stundum skammtaháð, að sögn Ólafs Ó. Guðmundssonar yfirlæknis á Barna- og unglingageðdeildinni við Dalbraut. Með afhamlandi hegðun er átt við örlyndi og hegðunartruflanir, sem geta komið fram sem tímabundnar aukaverkanir þunglyndislyfja. Sérfræðinefnd Evrópsku lyfjastofnunarinnar hefur sent út ítrekun varðandi notkun allmargra þekkta þunglyndislyfja hjá börnum og unglingum, þar sem þau geti valdið aukinni hættu á sjálfsvígshegðun. Nefndin hefur skoðað ný gögn varðandi notkun þessara lyfja í börnum. Niðurstaðan var sú að gögnin bentu til þess að það væri aukin hætta á sjálfvígshugmyndum og sjálfsvígstilraunum, eða hegðun tengdri því svo sem sjálfskaða, árásargirni og tilfinningasveiflum. Ekki var þó tilkynnt um sjálfsvíg í klínískum rannsóknum í börnum og unglingum. Lagt var til að öryggi þessara lyfja í börnum og unglingum yrði rannsakað frekar í Evrópu. Þar til þær niðurstöður liggja fyrir vill nefndin koma þeim upplýsingum á framfæri til lækna, sjúklinga og foreldra, að umrædd lyf séu ekki skráð við þunglyndi og kvíða hjá börnum og unglingum í öllum löndum Evrópu. Þessi lyf ætti almennt ekki að nota hjá þessum aldurshópi þar sem klínískar rannsóknir hafa sýnt fram á aukna hættu á sjálfsvígshegðun. Samt sem áður getur verið þörf á því að ávísa þessum lyfjum fyrir þennan sjúklingahóp, segir sérfræðinefndin. Í þeim tilvikum er mikilvægt að fylgjast vel með sjúklingi með tilliti til sjálfsvígshegðunar, sjálfsskaða og árásargirni. Þetta er sérstaklega mikilvægt í upphafi meðferðar. Ólafur sagði, að tímabundnar hegðunartruflanir væru þekkt en sjaldgæf aukaverkun þunglyndislyfja. "Ef að unglingur með þunglyndi er með sjálfskaðahugsanir er mikilvægt að fylgjast vel með afhömlunareinkennum í byrjun meðferðar meðan jafnvægi er að komast á líðan en í alvarlegustu tilvikunum getur innlögn verið nauðsynleg. Hafa ber í huga að þó að þunglyndi sé einn áhættuþáttur sjálfsvíga að þá geta sterkari áhættuþættir svo sem árásargirni og notkun áfengis og fíkniefna verið afleiðingar þunglyndis. Vega þarf og meta í hverju tilviki ávinning á líðan og virkni á móti hugsanlegum aukaverkunum þmt sjálfskaðahegðun. "
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira