Sport

Sörenstram leiðir í Flórída

Hins sænska Annika Sörenstram lék illa á öðrum hring ATD meistaramótsins í Palm Beach, Flórída, í gær en hefur engu að síður 3 högga forystu á þær Karrie Webb, Cristie Kerr og Laura Diaz. Sörenstram, sem hefur haft yfirburði í kvennagolfinu um langa hríð og situr í efsta sæti heimslistans, lék fyrri helming hringsins í gær mjög illa en náði sér á strik með ótrúlegri björgun á níundu holu, þar sem hún náði fugli. Seinni níu holurnar fór hin sænska síðan í gang og endaði á 68 höggum, 4 höggum undir pari.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×