Erlent

Þrír létust í rútuslysi

Þrír létust og 20 slösuðust þegar rúta með 36 ólöglega innflytjendur innanborðs fór út af brú og steyptist niður í á í norðvesturhluta Tyrklands. Sjö farþegar sem sluppu ómeiddir úr slysinu flýðu af vettvangi áður en lögregla kom en þeir slösuðu og sex til viðbótar sem ekki slösuðust voru handteknir þegar lögregla kom á vettvang. Mikið er um að fólk reyni að komast í gegnum Tyrkland til Vestur-Evrópu frá Asíu og gerist það nær daglega að ólöglegir innflytjendur séu stöðvaðir í Tyrklandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×