Upplausn í heimastjórninni 17. júlí 2004 00:01 Palestínska heimastjórnin er í upplausn vegna deilna um öryggismál og spillingar. Ahmed Qureia, forsætisráðherra í palestínsku heimastjórninni, sendi Jasser Arafat Palestínuforseta afsagnarbeiðni í gærmorgun en Arafat neitaði að taka hana gilda. Qureia sagði ráðherrum sínum hins vegar að hann ætlaði sér að standa fastur á afsögn sinni. Ástæðan fyrir afsögn Qureia er að stærstum hluta óánægja með það hvernig öryggismálum er háttað í Palestínu. Arafat hefur haft öll völd á því sviði í hendi sinni og hefur það fallið í grýttan jarðveg, hvort tveggja hjá Palestínumönnum og erlendis. Skipulag öryggissveita hefur þótt flókið og öryggissveitirnar hafa litlum árangri náð. Fleiri ástæður eru þó fyrir afsögn Qureia. Honum hefur gengið illa að berjast gegn spillingu og er sagður afar ósáttur við að ekkert hefur gengið að koma friðarferlinu af stað á nýjan leik. Ísraelar hafa sagt að meðan Arafat sé ráðandi aðili í Palestínu hafi þeir engan til að semja við. Öryggismál eru í brennidepli eftir mannrán á Gazasvæðinu í fyrradag. Mannránin þykja hafa sýnt fram á veikleika í öryggismálum og lýsti heimastjórnin yfir neyðarástandi á fundi sínum í gær. Arafat samþykkti í gær að endurskipuleggja palestínskar öryggissveitir. Á annan tug öryggissveita verða nú sameinaðar í þrjár stofnanir sem verða eftir sem áður undir stjórn Arafats. Al Aqsa píslarvættasveitirnar gagnrýndu hins vegar að breytingarnar tækju ekki á spillingu sem er mikil innan palestínsku heimastjórnarinnar og stofnana hennar. Arafat skipaði í tvær stöður sem stóðu auðar eftir afsagnir. Í aðra þeirra valdist frændi hans, Moussa Arafat, fyrrum yfirmaður leyniþjónustunnar sem hefur verið sakaður um spillingu. Rúmt ár er síðan staða forsætisráðherra var tekin upp í palestínsku heimastjórninni. Fyrsti maðurinn til að gegna henni var Mahmoud Abbas sem sagði upp eftir fjóra mánuði vegna ósættis við Arafat. Qureia tók við af honum í september í fyrra. Erlent Fréttir Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Sjá meira
Palestínska heimastjórnin er í upplausn vegna deilna um öryggismál og spillingar. Ahmed Qureia, forsætisráðherra í palestínsku heimastjórninni, sendi Jasser Arafat Palestínuforseta afsagnarbeiðni í gærmorgun en Arafat neitaði að taka hana gilda. Qureia sagði ráðherrum sínum hins vegar að hann ætlaði sér að standa fastur á afsögn sinni. Ástæðan fyrir afsögn Qureia er að stærstum hluta óánægja með það hvernig öryggismálum er háttað í Palestínu. Arafat hefur haft öll völd á því sviði í hendi sinni og hefur það fallið í grýttan jarðveg, hvort tveggja hjá Palestínumönnum og erlendis. Skipulag öryggissveita hefur þótt flókið og öryggissveitirnar hafa litlum árangri náð. Fleiri ástæður eru þó fyrir afsögn Qureia. Honum hefur gengið illa að berjast gegn spillingu og er sagður afar ósáttur við að ekkert hefur gengið að koma friðarferlinu af stað á nýjan leik. Ísraelar hafa sagt að meðan Arafat sé ráðandi aðili í Palestínu hafi þeir engan til að semja við. Öryggismál eru í brennidepli eftir mannrán á Gazasvæðinu í fyrradag. Mannránin þykja hafa sýnt fram á veikleika í öryggismálum og lýsti heimastjórnin yfir neyðarástandi á fundi sínum í gær. Arafat samþykkti í gær að endurskipuleggja palestínskar öryggissveitir. Á annan tug öryggissveita verða nú sameinaðar í þrjár stofnanir sem verða eftir sem áður undir stjórn Arafats. Al Aqsa píslarvættasveitirnar gagnrýndu hins vegar að breytingarnar tækju ekki á spillingu sem er mikil innan palestínsku heimastjórnarinnar og stofnana hennar. Arafat skipaði í tvær stöður sem stóðu auðar eftir afsagnir. Í aðra þeirra valdist frændi hans, Moussa Arafat, fyrrum yfirmaður leyniþjónustunnar sem hefur verið sakaður um spillingu. Rúmt ár er síðan staða forsætisráðherra var tekin upp í palestínsku heimastjórninni. Fyrsti maðurinn til að gegna henni var Mahmoud Abbas sem sagði upp eftir fjóra mánuði vegna ósættis við Arafat. Qureia tók við af honum í september í fyrra.
Erlent Fréttir Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Sjá meira