Erlent

Geimskot í Kasakstan

Allt gekk að óskum þegar Rússar skutu geimflaug á loft frá Baikonur í Kasakstan í morgun. Um borð eru rússneskir og bandarískir geimfarar og er förinni heitið að alþjóðlegu geimstöðinni. Þangað verður geimfarið væntanlega komið á laugardag og verður skipt um áhöfn í stöðinni að hluta. Rússar hafa borið hitann og þungann af ferðum til stöðvarinnar upp á síðkastið, eða eftir að bandaríska geimferjan Columbia fórst í febrúar í fyrra. Hægt er að horfa á fréttina úr morgunsjónvarpi Stöðvar 2 með því að smella á hlekkinn hér að neðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×