Innlent

Lög á verkfall fyrir dómstóla

Kennarasambands Íslands skoðar að fela lögmönnum hvort kæra eigi stjórnvöld til Mannréttindadómstóls Evrópu eða Alþjóðavinnumálastofnunar. Eiríkur Jónsson formaður segir óánægju grunnskólakennara mikla vegna þröngra skorða sem stjórnvöld settu færi deila kennara og sveitarfélaganna fyrir gerðardóm. "Við viljum fá að vita hvort að stjórnvöld geta ákveðið að setja heila stétt undir samninga annarra stétta með lögum eins og gert var," segir Eiríkur. Ákvörðun verði tekin á stjórnarfundi á föstudag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×