Erlent

10 gíslum sleppt

10 tyrkneskum gíslum, sem verið hafa í haldi mannræningja í Írak síðan í september, hefur verið sleppt úr haldi. Mennirnir voru allir starfsmenn tyrknesks byggingarfyrirtækis, sem vann verkefni fyrir bráðbirgðarstjórnina í Írak. Hlé hefur verið á störfum fyrirtækisins síðan mennirnir voru teknir í gíslingu, en framkvæmdarstjóri fyrirtækisins segir mennina nú lausa og búið sé að flytja þá í öruggt skjól. Ekki liggur enn fyrir hvort fyrirtækið hefur störf í Írak á nýjan leik.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×