Erlent

Höfðu mök á sviðinu

Tónleikar hljómsveitarinnar Cumshot á Quartstónleikahátíðinni í Kristiansand tóku nokkuð aðra stefnu en tónleikagestir höfðu gert ráð fyrir í upphafi. Skömmu eftir að tónleikarnir hófust kallaði söngvari sveitarinnar par á sviðið. Parið unga afklæddist og byrjaði að hafa mök en hljómsveitin hélt spili sínu áfram. Þegar parið hafði lokið sér af klæddi það sig og uppskar klapp sumra tónleikagesta að sögn Aftenposten. Uppátækið hefur valdið mikilli hneykslan í Noregi. Lögreglan hefur brugðist við og sektað alla þá sem voru á sviðinu meðan atvikið átti sér stað, hljómsveitarmeðlimi og parið. Hvert og eitt verður að borga andvirði 100 þúsund króna í sekt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×