Erlent

Málmstoðir ástæða hrunsins

Málmstoðir sem liggja í steyptu þaki nýju flugstöðvarinnar á Charles deGaulle flugvelli í París er líkast til ástæða þess að þakið hrundi að hluta til í maí og fjórir fórust. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar sem unnið hefur að því að komast að ástæðum hrunsins. Svo virðist sem litlar sprungur hafi myndast í steypunni í kringum steypustyrktarjárn í þakinu en einnig er talið að steypan hafi hreinlega verið léleg. Lokaniðurstaða rannsóknarnefndarinnar liggur ekki enn fyrir en talið er víst að ráðast þurfi í viðamiklar viðgerðir eða hreinlega rífa splunkunýju flugstöðina sem opnuð var árið 2002.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×