Erlent

Skapa ný landamæri

Báðar deildir Bandaríkjaþings hafa samþykkt yfirlýsingu þess efnis að það sé óraunhæft að friðarsamkomulag milli Ísraela og Palestínumanna feli í sér endurhvarf til landamæra Ísraels frá því fyrir sex daga stríðið 1967. Þá lögðu Ísraelar Vesturbakkann, Gazasvæðið, Gólanhæðir í Ísrael og Sínaískaga í Egyptalandi. Síðan þá hafa þeir skilað Sínaískaga. Í yfirlýsingunni segir jafnframt að leysa verði flóttamannavandann með því að Palestínumenn sem flýðu Ísrael fái búsetu í Palestínuríki en ekki í Ísrael. Með þessu tóku þingmenn undir stuðningsyfirlýsu Bandaríkjaforseta við stefnu Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×