Erlent

Sakaður um njósnir og hryðjuverk

Þegar Syed Maswood sneri heim til Bandaríkjanna eftir að hafa verið handtekinn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, grunaður um að vera bandarískur njósnari, var hann tekinn til yfirheyrslu af bandarísku alríkislögreglunni, grunaður um að vera íslamskur hryðjuverkamaður. Sjálfur lítur Maswood svo á að hann sé fórnarlamb fordóma í báðum löndum. Maswood, sem er íslamskur og flýgur mikið starfs síns vegna, segir atburðina sýna hversu mjög Bandaríkjamenn tortryggi múslima og hversu mjög Bandaríkjamenn séu tortryggðir erlendis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×