Sport

Spánverjar leiða heimsbikarmótið

Miguel Angel Jomenez og Sergio Garcia náðu forystunni fyrir Spán á heimsbikarmótinu í Sevilla á Spáni í gær. Þeir léku á 61 höggi eða á ellefu höggum undir pari. England, með þá Paul Casey og Luke Donald, eru í öðru sæti, höggi á eftir, en þeir voru með fimm högga forystu fyrir þriðja hringinn í gær. Suður-Afríka, Svíþjóð, Bandaríkin og Írland eru jöfn í þriðja sæti á 22 höggum undir pari. Lokahringurinn er nýhafinn á heimsbikarmótinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×