Sport

Gætu fengið ævilangt keppnisbann

David Stern, forseti NBA-deildarinnar í körfuknattleik, setti Ron Artest, Jermaine O´Neal og Stephen Jackson, leikmenn Indiana Pacers, og Ben Wallace hjá Detroit Pistons í keppnisbann í gær í ótilgreindan tíma. Eins og greint hefur verið frá slógust Indiana-leikmennirnir við áhorfendur í Detroit á föstudagskvöldið. Frekari yfirlýsinga er að vænta frá NBA-deildinni og lögreglu sem rannsakar málið sem er það versta í sögu bandarískra íþrótta. Þremenningarnir frá Indiana gætu átt yfir höfði sér ævilangt keppnisbann og búist er við því að Detroit fái langt heimaleikjabann. Indiana Pacers tapaði fyrir Orlando Magic 86-83 í gærkvöld. Aðeins sex leikmenn tóku þátt í leiknum fyrir Indiana. Houston lagði LA Clippers með fimm stigum eftir framlengingu, 91-86, Utah skellti Atlanta 92-79, Cleveland vann Charlotte 100-84, Minnesota bar sigurorð af New Orleans, 99-94, Washington hafði betur gegn New Jersey 97-86 og Memphis vann Golden State 100-87.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×