Erlent

Getulaus grunaður um nauðgun

Ekki verður hægt að athuga hvort þýskur karlmaður á níræðisaldri sem ákærður var fyrir fjölda nauðgana sé getulaus eins og hann heldur fram. Verjendur mannsins kærðu dóm undirréttar um að maðurinn skyldi sæta sjúkraskoðun og rannsóknum á líkamsástandi í svefni til hæstaréttar landsins. Það væri brot á mannréttindum hans. Þeim var dæmt í vil þar sem læknar héldu því fram að þó athugunin færi fram gæfi það ekki afdráttarlausa sönnun. Réttarhöldin yfir manninum er ekki lokið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×