Innlent

Forsætisráðherra fær gesti

Halldór Ásgrímsson tekur í fyrsta skipti á móti erlendum gesti í opinberri heimsókn sem forsætisráðherra í dag. Forsætisráðherra Finnlands kemur til landsins í dag ásamt konu sinni og Halldór er starfandi forsætisráðherra vegna veikinda Davíðs Oddssonar. Dagskrá heimsóknarinnar hefst með hádegisverði í ráðherrabústaðnum en þaðan verður farið í skoðunarferð til Þingvalla og Nesjavalla. Um kvöldið verður handritasýning Árnastofnunar í Þjóðmenningarhúsinu skoðuð áður en hátíðarkvöldverður verður snæddur þar. Dagskrá heimsóknarinnar lýkur á á sunnudag með heimsókn í Bláa lónið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×