Lífið

Verðlaun fyrir að ná bíóþjófum

Starfsfólk kvikmyndahúsa í Bandaríkjunum fær allt að 36 þúsund krónum í verðlaun fyrir að hafa hendur í hári áhorfenda sem laumast til að taka upp myndirnar á stafrænar vélar. Verðlaunin eru liður í herferð kvikmyndaframleiðenda til að stöðva sjóræningjaútgáfur á myndum sem kosta kvikmyndaiðnaðinn hundruð milljóna króna á hverju ári. Flestar myndirnar fara beint á Netið þar sem hver sem er getur hlaðið þær inn í tölvuna sína og afritað á DVD-disk, oft áður en myndin fer í bíó í heimalandinu. Til að mynda lögðu Kvikmyndasamtök Bandaríkjanna hald á 52 milljónir DVD-mynda og aðrar ólöglegar afritanir á síðasta ári. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem reynt er að grípa bíóþjófa glóðvolga því sumt starfsfólk hefur notað nætursjónauka til að koma auga á þá. Einnig hefur verið leitað í töskum áhorfenda fyrir forsýningar auk þess sem málmleitartæki hafa verið notuð til að koma auga á myndavélarnar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.