Erlent

Skotárás í kjötpökkunarverksmiðju

Fimm manns létu lífið í skotárás í mötuneyti kjötpökkunarverksmiðju í Kansas í morgun. Óánægður starfsmaður verksmiðjunnar tók upp byssu í kaffihléi, skaut fjóra til bana og særði þrjá aðra áður en hann svipti sjálfan sig lífi. Útlit er fyrir að skotmaðurinn hafi ekki valið fórnarlömb sín af handahófi, þar sem hann sendi nokkra starfsmenn út úr mötuneytinu áður en hann hóf skothríðina. Ekki er vitað hvers vegna þetta æði rann á manninn en helst talið að það eigi rót sína í útistöðum sem hann átti við nokkra samstarfsmenn sína fyrr í vikunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×