Fatnaður úr plöntubeðma 27. október 2004 00:01 Í versluninni Igmu er í boði fatnaður sem unninn er úr plöntubeðma, en það er fjölsykrungur sem er öllum plöntum nauðsynlegur. Það sem plöntubeðmi þykir hafa umfram bómull í fatnaði er að hann dregur fyrr í sig raka og sleppir honum hraðar en bómullin gerir sem þýðir að flíkin andar vel. "Sérstaklega hefur verið mælt með þessum flíkum fyrir fólk sem stundar einhverja hreyfingu, þó að þetta henti að sjálfsögðu öllum því það er bara ótrúlega þægilegt að klæðast þeim. Efnið er einstaklega mjúkt og heldur flíkin sér ótrúlega vel alveg sama hversu mikið hún er þvegin og liturinn dofnar ekki neitt," segir María Hrafnsdóttir annar eigandi Igmu. "Hægt er að hafa flíkina í vasanum heilan dag, skella sér svo strax í hana án þess að hún sé nokkuð krumpuð," segir María. Igmu rekur María ásamt vinkonu sinni Ingibjörgu Jónsdóttur en þær byrjuðu mjög smátt og fluttu inn fáar vörur og notuðust við herbergi dóttur Ingibjargar til að byrja með. "Allt hefur gengið mjög vel upp og nú erum við komnar með þessa verslun en við höldum einnig sölukynningar í fyrirtækjum," segja þær. Eitthvað hefur fólki þótt erfitt að finna verslunina en hún er við Kleppsmýrarveg beint á móti Bónus í Skútuvoginum. "Þegar fólk hefur ratað hingað til okkar þá kemur það alltaf aftur og eigum við orðið góðan hóp fastakúnna sem við þekkjum orðið vel og hefur það verið sagt við okkur að við séum best geymda leyndarmálið í Reykjavík," segja þær brosandi.Fimelle rúllukragabolur kr. 3.59Mynd/GVAFimelle nærfatasett kr. 2.580Mynd/GVAFimelle hlýrabolur kr. 1.590Mynd/GVANina Von C nærfatasett kr.5.280Mynd/GVA Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira
Í versluninni Igmu er í boði fatnaður sem unninn er úr plöntubeðma, en það er fjölsykrungur sem er öllum plöntum nauðsynlegur. Það sem plöntubeðmi þykir hafa umfram bómull í fatnaði er að hann dregur fyrr í sig raka og sleppir honum hraðar en bómullin gerir sem þýðir að flíkin andar vel. "Sérstaklega hefur verið mælt með þessum flíkum fyrir fólk sem stundar einhverja hreyfingu, þó að þetta henti að sjálfsögðu öllum því það er bara ótrúlega þægilegt að klæðast þeim. Efnið er einstaklega mjúkt og heldur flíkin sér ótrúlega vel alveg sama hversu mikið hún er þvegin og liturinn dofnar ekki neitt," segir María Hrafnsdóttir annar eigandi Igmu. "Hægt er að hafa flíkina í vasanum heilan dag, skella sér svo strax í hana án þess að hún sé nokkuð krumpuð," segir María. Igmu rekur María ásamt vinkonu sinni Ingibjörgu Jónsdóttur en þær byrjuðu mjög smátt og fluttu inn fáar vörur og notuðust við herbergi dóttur Ingibjargar til að byrja með. "Allt hefur gengið mjög vel upp og nú erum við komnar með þessa verslun en við höldum einnig sölukynningar í fyrirtækjum," segja þær. Eitthvað hefur fólki þótt erfitt að finna verslunina en hún er við Kleppsmýrarveg beint á móti Bónus í Skútuvoginum. "Þegar fólk hefur ratað hingað til okkar þá kemur það alltaf aftur og eigum við orðið góðan hóp fastakúnna sem við þekkjum orðið vel og hefur það verið sagt við okkur að við séum best geymda leyndarmálið í Reykjavík," segja þær brosandi.Fimelle rúllukragabolur kr. 3.59Mynd/GVAFimelle nærfatasett kr. 2.580Mynd/GVAFimelle hlýrabolur kr. 1.590Mynd/GVANina Von C nærfatasett kr.5.280Mynd/GVA
Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira