Mikill titringur í Noregi 27. október 2004 00:01 Komið er í ljós að norsk stjórnvöld, sem sögðust á sínum tíma vera andvíg innrásinni í Írak, lánuðu Bandaríkjaher leysiljósabúnað til að velja skotmörk og sendu þau til Kúveits aðeins nokkrum dögum fyrir innrásina. Mikill titringur er í Noregi vegna málsins. Málið þykir hið vandræðalegasta fyrir Kjell Magne Bondevik forsætisráðherra og ríkisstjórn hans. Jan Petersen utanríkisráðherra reynir að bera í bætifláka fyrir ríkisstjórnina og segir að það hafi verið fullkomlega eðlilegt að lána bandalagsþjóð búnaðinn og að norsk stjórnvöld hafi ekki haft hugmynd um til hvers hefði átt á nota hann. Stjórnarandstaðan gefur ekkert fyrir þær fullyrðingar og krefur Bondevik skýringa, enda bendi allt til þess að búnaðurinn hafi verið notaður í Írak. Mikill titringur er í Noregi vegna málsins, ekki síst þar sem norska stjórnin lýsti á sínum tíma yfir andstöðu við hernaðinn í Írak. Í frétt norska ríkissjónvarpsins, NRK, í gær, var haft eftir heimildum innan norska varnarmálaráðuneytisins að sérstakur leysiljósabúnaður, alls 25 tæki sem notuð eru til þess að velja skotmörk, hefði verið sendur frá Gardermoen-flugvelli til bandarískrar herstöðvar í Kúveit, tíu dögum fyrir innrásina í Írak, og að norska ríkisstjórnin hefði lagt blessun sína yfir það. Kom fram að hermenn í Kúveit hefðu æft sig sérstaklega með tækin þar til daginn áður en ráðist var inn í Írak þann 20. mars í fyrra. Heimildir norska ríkissjónvarpsins segja engan vafa leika á því að leysitækin hafi verið notuð í Írak því þegar búnaðinum hafi verið skilað til norska varnarmálaráðuneytisins í sumar hafi hann verið talvert skemmdur. Kristin Halvorsen, leiðtogi Sósíalíska vinstriflokksins, gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að hafa ekki upplýst Stórþingið um málið á sínum tíma og segir ekkert samhengi á milli utanríkis- og varnarmála, þegar komi að því að lána vopn í stríð sem brjóti í bága við alþjóðalög og stjórnvöld séu á móti. Erlent Fréttir Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fleiri fréttir Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Sjá meira
Komið er í ljós að norsk stjórnvöld, sem sögðust á sínum tíma vera andvíg innrásinni í Írak, lánuðu Bandaríkjaher leysiljósabúnað til að velja skotmörk og sendu þau til Kúveits aðeins nokkrum dögum fyrir innrásina. Mikill titringur er í Noregi vegna málsins. Málið þykir hið vandræðalegasta fyrir Kjell Magne Bondevik forsætisráðherra og ríkisstjórn hans. Jan Petersen utanríkisráðherra reynir að bera í bætifláka fyrir ríkisstjórnina og segir að það hafi verið fullkomlega eðlilegt að lána bandalagsþjóð búnaðinn og að norsk stjórnvöld hafi ekki haft hugmynd um til hvers hefði átt á nota hann. Stjórnarandstaðan gefur ekkert fyrir þær fullyrðingar og krefur Bondevik skýringa, enda bendi allt til þess að búnaðurinn hafi verið notaður í Írak. Mikill titringur er í Noregi vegna málsins, ekki síst þar sem norska stjórnin lýsti á sínum tíma yfir andstöðu við hernaðinn í Írak. Í frétt norska ríkissjónvarpsins, NRK, í gær, var haft eftir heimildum innan norska varnarmálaráðuneytisins að sérstakur leysiljósabúnaður, alls 25 tæki sem notuð eru til þess að velja skotmörk, hefði verið sendur frá Gardermoen-flugvelli til bandarískrar herstöðvar í Kúveit, tíu dögum fyrir innrásina í Írak, og að norska ríkisstjórnin hefði lagt blessun sína yfir það. Kom fram að hermenn í Kúveit hefðu æft sig sérstaklega með tækin þar til daginn áður en ráðist var inn í Írak þann 20. mars í fyrra. Heimildir norska ríkissjónvarpsins segja engan vafa leika á því að leysitækin hafi verið notuð í Írak því þegar búnaðinum hafi verið skilað til norska varnarmálaráðuneytisins í sumar hafi hann verið talvert skemmdur. Kristin Halvorsen, leiðtogi Sósíalíska vinstriflokksins, gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að hafa ekki upplýst Stórþingið um málið á sínum tíma og segir ekkert samhengi á milli utanríkis- og varnarmála, þegar komi að því að lána vopn í stríð sem brjóti í bága við alþjóðalög og stjórnvöld séu á móti.
Erlent Fréttir Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fleiri fréttir Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Sjá meira