Innlent

Gestum kirkjugarða leiðbeint

Eins og undanfarin ár munu starfsmenn Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma aðstoða fólk sem huga að leiðum ástvina um jólin. Á Þorláksmessu og aðfangadag leiðbeina starfsmenn gestum í Fossvogs-, Gufunes- og Hólavallagarði. Fólk sem ætlar að heimsækja kirkjugarðana og er ekki öruggt um að rata getur nálgast staðsetningu leiða á vefsíðunni gardur.is, hringt í Kirkjugarðana með góðum fyrirvara eða sótt upplýsingar og ratkort á skrifstofu Kirkjugarðanna alla virka daga frá klukkan hálf níu á morgnana til klukkan fjögur á daginn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×