Innlent

Söfnun fer vel af stað

Hans Kristján Árnason, forsvarsmaður Þjóðarhreyfingarinnar, segir söfnun fyrir auglýsingu í bandaríska stórblaðinu New York Times sem hrundið var af stað á fimmtudaginn ganga betur en menn þorðu að vona. Hans Kristján sagðist þó ekki gefa upp tölur um hversu mikið hafi safnast fyrr en að loknum fundi aðstandenda söfnunarinnar í dag. "Stjórnin þarf bara að samræma upplýsingagjöfina, en við erum feykilega ánægð með undirtektirnar, sem koma okkur þægilega á óvart," sagði Hans Kristján og bætti við að ekki væri það síst í ljósi þess að margir væru til að bítast um buddur landsmanna á þessum árstíma. "Ég get þó sagt þér að miðað við Norðmenn sem gerðu svipaða hluti í sumar og birtu sína auglýsingu í Washington Post 12. október, þá förum við miklu hraðar af stað. Áhuginn er mun meiri hjá fjöldanum hér," segir hann og telur að stuðningur ríkisstjórnarinnar við innrásina í Írak liggi þungt á samvisku Íslendinga. Upplýsingar um söfnun Þjóðarhreyfingarinnar er að finna á vef samtakanna, thjodarhreyfingin.is.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×