Viðskipti Sjóðir eiga helming krafna í bú Glitnis Vogunarsjóðir eiga tæpan helming krafna á Glitni. Sjóðir munu eiga meirihluta. Burlington stærsti einstaki eigandi krafna. Heildarkröfur nema 2.263 milljörðum. Viðskipti innlent 30.11.2012 08:00 Bloomberg fær ekki gögn frá ECB um blekkingar Grikkja Evrópski seðlabankinn (ECB) þarf ekki að gera opinber skjöl sem sýna hvernig stjórnvöldum í Grikklandi tókst að blekkja Evrópusambandið um stöðu ríkisfjármála sinna fyrir hrunið 2008. Viðskipti erlent 30.11.2012 06:29 Hagnaður Eimskips tæplega milljarður Eimskip skilaði tæplega milljarðs króna hagnaði eftir skatta á þriðja ársfjórðungi ársins en rekstrartekjur félagsins námu tæpum 18 milljörðum króna á tímabilinu. Viðskipti innlent 30.11.2012 06:11 Gætu sparað hundruð milljarða á að skipta á seðlum fyrir myntir Bandaríkjamenn gætu sparað sér milljarða dollara eða hundruð milljarða króna með því að skipta út einsdollara seðli sínum fyrir mynt. Viðskipti erlent 30.11.2012 06:10 Bankarnir högnuðust um 44 milljarða Bankastjóri Íslandsbanka segir að að efnahagslífið og bankarnir séu enn að glíma við erfiðleika sem rekja megi til hrunsins. Viðskipti innlent 29.11.2012 23:45 Gengi bréfa Regins hækkaði mest Gengi bréfa fasteignafélagsins Regins hækkaði mest í kauphöll Íslands í dag, en gengið er nú 10,89. Við skráningu félagsins á markað var gengi bréfa félagsins 8,25. Gengi bréfa Eimskipafélagsins er nú 225 það hækkaði um 0,67 prósent í dag. Skráningargengi félagsins var 208. Viðskipti innlent 29.11.2012 22:42 Vonast eftir sátt um skatt á gistiheimili Katrín Júlíusdóttir, fjármálaráðherra, segir að mögulega þurfi að beita niðurskurði ef ekki verður fallist á hækkun virðisaukaskatts á hótel- og gistiheimili. Viðskipti innlent 29.11.2012 19:56 Ný og endurbætt útgáfa af iTunes komin Tæknirisinn Apple opinberaði í dag nýjustu útgáfuna af iTunes margmiðlunarforritinu. Þessi ellefta kynslóð iTunes státar af nýju notendaviðmóti þar sem höfuðáhersla er lögð á plötuumslög. Viðskipti erlent 29.11.2012 18:23 Internet Explorer snýr aftur - gerir grín að nettröllum Microsoft reynir nú eftir mesta megni að endurvekja forna dýrð Internet Explorer netvafrans. Nýjasta útgáfa vafrans, IE10, var hleypt af stokkunum á dögunum en um leið birti Microsoft auglýsingu þar sem stríði er lýst yfir á hendur nafnlausum hatursmönnum. Viðskipti erlent 29.11.2012 14:23 Bankarnir hagnast um 44,2 milljarða á níu mánuðum Bankarnir, Arion banki, Landsbankinn og Íslandsbanki, hafa nú allir kynnt afkomu sína fyrir þriðja ársfjórðung, og liggja upplýsingar um rekstrarafkomu fyrir fyrstu níu mánuði ársins því fyrir. Samanlagður hagnaður bankanna eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins nemur 44,2 milljörðum króna, en Arion banki hagnaðist um 14,5 milljarða, Landsbankinn um 13,5 milljarða og Íslandsbanki, sem kynnti uppgjör sitt í morgun, um 16,2 milljarða. Viðskipti innlent 29.11.2012 12:15 Kári segir skuld við hluthafa útskýra neikvætt eigið fé Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, segir að skuldir við móðurfélag fyrirtækisins skýri að mestu neikvætt eigið fé. Hann er rólegur yfir taprekstri og segir fyrirtækið hafa trausta eigendur sem styðji vel við bakið á því. Þá segir hann blaðamenn skorta skilning á líftæknigeiranum. Viðskipti innlent 29.11.2012 12:14 Eftirlit með erlendum bönkum hert í Bandaríkjunum Eftirlitsstofnanir í Bandaríkjunum, ekki síst fjármálaeftirlitið í New York, ætla að óska eftir því við stjórnir erlendra banka sem eru með starfsleyfi í Bandaríkjunum, að þeir styrki lausafjárstöðu sína. Þetta er talið geta haft áhrif á stóra banka eins og Deutsche Bank og Barclays, að því er segir í umfjöllun New York Times í dag. Viðskipti erlent 29.11.2012 10:42 Kári brattur og fullur sjálfstrausts þrátt fyrir neikvæða afkomu "Við erum á lygnum sjó og líður vel,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar um stöðu fyrirtækisins, sem tapaði 1700 milljónum í fyrra og er með neikvætt eigið fé upp á sex milljarða króna. Viðskipti innlent 29.11.2012 10:35 Mæla gegn kaupum í Vodafone IFS ráðgjöf verðleggur hlutabréf í Vodafone á 25,1 krónu og telur fjárfesta gera best með því að halda að sér höndum í hlutafjárútboði samkvæmt frétt sem birtist í Viðskiptablaðinu í dag. Viðskipti innlent 29.11.2012 09:47 Íslensk erfðagreining tapar um tveimur milljörðum Íslensk erfðagreining tapaði á annan milljarð króna á síðasta ári og er með neikvæða eiginfjárstöðu samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins í dag. Þar segir að Íslensk erfðagreining hafi tapað tæpum 14 milljónum dollara, eða á annan milljarð króna, á árinu 2011 samkvæmt ársreikningi fyrirtækisins. Viðskipti innlent 29.11.2012 09:35 Mikil hækkun á vísitölu framleiðsluverðs Vísitala framleiðsluverðs í október s.l. var 215,3 stig og hækkaði um 3,9% frá september. Viðskipti innlent 29.11.2012 09:26 Gjaldþrotum fyrirtækja hefur fækkað um 31% milli ára Alls voru 118 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í októbermánuði, flest í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Fyrstu 10 mánuði ársins var fjöldi gjaldþrota 910, sem er tæplega 31% fækkun frá sama tíma í fyrra þegar 1.317 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta. Viðskipti innlent 29.11.2012 09:11 Hagnaður Íslandabanka 10,8 milljarðar Hagnaður Íslandsbanka af reglulegri starfsemi eftir skatta var 10,8 milljarðar króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Þetta er ívið minni hagnaður en á sama tímabili í fyrra þegar hann nam 11,4 milljörðum króna. Viðskipti innlent 29.11.2012 08:59 Verulega dregur úr hagnaði N1 milli ára Olíufélagið N1 skilaði 468 milljón kr. hagnaði á þriðja ársfjórðungi ársins. Til samanburðar var hagnaðurinn 628 milljónir kr. á sama tímabili í fyrra. Viðskipti innlent 29.11.2012 08:26 Á 200 milljarða umfram Icesave-kröfur Eignir þrotabús gamla Landsbankans nema nú um 200 milljörðum króna meira en sem nemur forgangskröfum í þrotabúið sem eru að langstærstum hluta vegna Icesave-innlánanna. Þetta er mat slitastjórnar gamla Landsbankans en það var kynnt á kröfuhafafundi í gær. Viðskipti innlent 29.11.2012 08:00 OECD spáir 2,5% hagvexti Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD) spáir því að hagvöxtur hér á landi verði 2,5% á þessu ári og 2,7% árin 2013 og 2014. Viðskipti innlent 29.11.2012 08:00 Ágæt arðsemi hjá Arion banka Arion banki hagnaðist um 3,3 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi ársins. Bankinn birti uppgjör sitt fyrir fjórðunginn í gær. Uppsafnaður hagnaður fyrstu níu mánuði ársins er þar með 14,5 milljarðar en til samanburðar var hagnaðurinn 13,6 milljarðar á sama tímabili í fyrra. Viðskipti innlent 29.11.2012 08:00 Fjórar leiðir Íbúðalánasjóðs Íbúðalánasjóður (ÍLS) er í gjörgæslu íslenskra stjórnvalda sem halda honum lifandi með reglulegum fjármagnsinnspýtingum. Ljóst er að taka þarf ákvörðun um framtíð sjóðsins á allra næstu misserum. Þórður Snær Júlíusson fór yfir þær leiðir sem virðast mögul Viðskipti innlent 29.11.2012 08:00 Reginn skilaði 1,3 milljarða hagnaði Fasteignafélagið Reginn hf. skilaði 1,3 milljarða króna hagnaði eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins. Viðskipti innlent 29.11.2012 07:45 Saffran í útrás til Bretlands Íslenska veitingahúskeðjan Saffran er komin í útrás til Bretlands en búið er að opna nýjan Saffran veitingastað í Manchester borg. Fyrir rekur Saffran þrjá staði á Íslandi og einn í Orlando á Flórída. Viðskipti innlent 29.11.2012 06:54 Nordea kosinn banki ársins í Vestur Evrópu Tímaritið The Banker, sem gefið er út af Financial Times, hefur kosið Nordea bankann sem banka ársins í Vestur Evrópu. Nordea er fyrsti norræni bankinn sem hlýtur þessa viðurkenningu. Viðskipti erlent 29.11.2012 06:47 Engin ákvörðun um skuldabréf hjá Íbúðalánasjóði Íbúðalánasjóður sendi frá sér tilkynningu í nótt til að árétta það að engin ákvörðun hefði verið tekin um að gefa ekki út fleiri skuldabréf í HFF flokknum. Viðskipti innlent 29.11.2012 06:41 Spá mikilli verðbólgu næstu mánuðina Greining Arion banka spáir því að verðbólgan muni verða á bilinu 4,2% til 4,5% á næstu mánuðum. Forsenda þessarar spár er að gengi krónunnar verði óbreytt frá því sem nú er. Viðskipti innlent 29.11.2012 06:38 Árið 2013 gæti orðið erfitt í ferðaþjónustu Samkvæmt spá The Economist fyrir árið 2013 þá eru væntingar hjá stærstu fyrirtækjum í ferðaþjónustu á heimsvísu um gott gengi á næsta ári ekki miklar. Því er spáð að ferðamönnum sem gista í það minnsta eina nótt í ferðalögum sínum muni fjölga um þrjú prósent á heimsvísu, en fjölgunin á þessu ári verður líklega um tvö prósent frá árinu 2011. Vitnað er til greiningar Tourism Economics, ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækis á sviði ferðaþjónustu. Viðskipti erlent 28.11.2012 23:23 Spá 8,2 prósent hagvexti í Írak á næsta ári Þrátt fyrir veika innviði og ófrið þá spáir The Economist því að hagvöxtur í Írak verði 8,2 prósent á næsta ári, sem er með því allra mesta af löndum Mið-Austurlanda. Sérstaklega er horft til þess að olíuframleiðsla og olíuþjónustugeirinn sé sífellt að verða betur skipulagður, og það gefi efnahagnum færi á að vaxa milli ára. Viðskipti erlent 28.11.2012 21:52 « ‹ ›
Sjóðir eiga helming krafna í bú Glitnis Vogunarsjóðir eiga tæpan helming krafna á Glitni. Sjóðir munu eiga meirihluta. Burlington stærsti einstaki eigandi krafna. Heildarkröfur nema 2.263 milljörðum. Viðskipti innlent 30.11.2012 08:00
Bloomberg fær ekki gögn frá ECB um blekkingar Grikkja Evrópski seðlabankinn (ECB) þarf ekki að gera opinber skjöl sem sýna hvernig stjórnvöldum í Grikklandi tókst að blekkja Evrópusambandið um stöðu ríkisfjármála sinna fyrir hrunið 2008. Viðskipti erlent 30.11.2012 06:29
Hagnaður Eimskips tæplega milljarður Eimskip skilaði tæplega milljarðs króna hagnaði eftir skatta á þriðja ársfjórðungi ársins en rekstrartekjur félagsins námu tæpum 18 milljörðum króna á tímabilinu. Viðskipti innlent 30.11.2012 06:11
Gætu sparað hundruð milljarða á að skipta á seðlum fyrir myntir Bandaríkjamenn gætu sparað sér milljarða dollara eða hundruð milljarða króna með því að skipta út einsdollara seðli sínum fyrir mynt. Viðskipti erlent 30.11.2012 06:10
Bankarnir högnuðust um 44 milljarða Bankastjóri Íslandsbanka segir að að efnahagslífið og bankarnir séu enn að glíma við erfiðleika sem rekja megi til hrunsins. Viðskipti innlent 29.11.2012 23:45
Gengi bréfa Regins hækkaði mest Gengi bréfa fasteignafélagsins Regins hækkaði mest í kauphöll Íslands í dag, en gengið er nú 10,89. Við skráningu félagsins á markað var gengi bréfa félagsins 8,25. Gengi bréfa Eimskipafélagsins er nú 225 það hækkaði um 0,67 prósent í dag. Skráningargengi félagsins var 208. Viðskipti innlent 29.11.2012 22:42
Vonast eftir sátt um skatt á gistiheimili Katrín Júlíusdóttir, fjármálaráðherra, segir að mögulega þurfi að beita niðurskurði ef ekki verður fallist á hækkun virðisaukaskatts á hótel- og gistiheimili. Viðskipti innlent 29.11.2012 19:56
Ný og endurbætt útgáfa af iTunes komin Tæknirisinn Apple opinberaði í dag nýjustu útgáfuna af iTunes margmiðlunarforritinu. Þessi ellefta kynslóð iTunes státar af nýju notendaviðmóti þar sem höfuðáhersla er lögð á plötuumslög. Viðskipti erlent 29.11.2012 18:23
Internet Explorer snýr aftur - gerir grín að nettröllum Microsoft reynir nú eftir mesta megni að endurvekja forna dýrð Internet Explorer netvafrans. Nýjasta útgáfa vafrans, IE10, var hleypt af stokkunum á dögunum en um leið birti Microsoft auglýsingu þar sem stríði er lýst yfir á hendur nafnlausum hatursmönnum. Viðskipti erlent 29.11.2012 14:23
Bankarnir hagnast um 44,2 milljarða á níu mánuðum Bankarnir, Arion banki, Landsbankinn og Íslandsbanki, hafa nú allir kynnt afkomu sína fyrir þriðja ársfjórðung, og liggja upplýsingar um rekstrarafkomu fyrir fyrstu níu mánuði ársins því fyrir. Samanlagður hagnaður bankanna eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins nemur 44,2 milljörðum króna, en Arion banki hagnaðist um 14,5 milljarða, Landsbankinn um 13,5 milljarða og Íslandsbanki, sem kynnti uppgjör sitt í morgun, um 16,2 milljarða. Viðskipti innlent 29.11.2012 12:15
Kári segir skuld við hluthafa útskýra neikvætt eigið fé Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, segir að skuldir við móðurfélag fyrirtækisins skýri að mestu neikvætt eigið fé. Hann er rólegur yfir taprekstri og segir fyrirtækið hafa trausta eigendur sem styðji vel við bakið á því. Þá segir hann blaðamenn skorta skilning á líftæknigeiranum. Viðskipti innlent 29.11.2012 12:14
Eftirlit með erlendum bönkum hert í Bandaríkjunum Eftirlitsstofnanir í Bandaríkjunum, ekki síst fjármálaeftirlitið í New York, ætla að óska eftir því við stjórnir erlendra banka sem eru með starfsleyfi í Bandaríkjunum, að þeir styrki lausafjárstöðu sína. Þetta er talið geta haft áhrif á stóra banka eins og Deutsche Bank og Barclays, að því er segir í umfjöllun New York Times í dag. Viðskipti erlent 29.11.2012 10:42
Kári brattur og fullur sjálfstrausts þrátt fyrir neikvæða afkomu "Við erum á lygnum sjó og líður vel,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar um stöðu fyrirtækisins, sem tapaði 1700 milljónum í fyrra og er með neikvætt eigið fé upp á sex milljarða króna. Viðskipti innlent 29.11.2012 10:35
Mæla gegn kaupum í Vodafone IFS ráðgjöf verðleggur hlutabréf í Vodafone á 25,1 krónu og telur fjárfesta gera best með því að halda að sér höndum í hlutafjárútboði samkvæmt frétt sem birtist í Viðskiptablaðinu í dag. Viðskipti innlent 29.11.2012 09:47
Íslensk erfðagreining tapar um tveimur milljörðum Íslensk erfðagreining tapaði á annan milljarð króna á síðasta ári og er með neikvæða eiginfjárstöðu samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins í dag. Þar segir að Íslensk erfðagreining hafi tapað tæpum 14 milljónum dollara, eða á annan milljarð króna, á árinu 2011 samkvæmt ársreikningi fyrirtækisins. Viðskipti innlent 29.11.2012 09:35
Mikil hækkun á vísitölu framleiðsluverðs Vísitala framleiðsluverðs í október s.l. var 215,3 stig og hækkaði um 3,9% frá september. Viðskipti innlent 29.11.2012 09:26
Gjaldþrotum fyrirtækja hefur fækkað um 31% milli ára Alls voru 118 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í októbermánuði, flest í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Fyrstu 10 mánuði ársins var fjöldi gjaldþrota 910, sem er tæplega 31% fækkun frá sama tíma í fyrra þegar 1.317 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta. Viðskipti innlent 29.11.2012 09:11
Hagnaður Íslandabanka 10,8 milljarðar Hagnaður Íslandsbanka af reglulegri starfsemi eftir skatta var 10,8 milljarðar króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Þetta er ívið minni hagnaður en á sama tímabili í fyrra þegar hann nam 11,4 milljörðum króna. Viðskipti innlent 29.11.2012 08:59
Verulega dregur úr hagnaði N1 milli ára Olíufélagið N1 skilaði 468 milljón kr. hagnaði á þriðja ársfjórðungi ársins. Til samanburðar var hagnaðurinn 628 milljónir kr. á sama tímabili í fyrra. Viðskipti innlent 29.11.2012 08:26
Á 200 milljarða umfram Icesave-kröfur Eignir þrotabús gamla Landsbankans nema nú um 200 milljörðum króna meira en sem nemur forgangskröfum í þrotabúið sem eru að langstærstum hluta vegna Icesave-innlánanna. Þetta er mat slitastjórnar gamla Landsbankans en það var kynnt á kröfuhafafundi í gær. Viðskipti innlent 29.11.2012 08:00
OECD spáir 2,5% hagvexti Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD) spáir því að hagvöxtur hér á landi verði 2,5% á þessu ári og 2,7% árin 2013 og 2014. Viðskipti innlent 29.11.2012 08:00
Ágæt arðsemi hjá Arion banka Arion banki hagnaðist um 3,3 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi ársins. Bankinn birti uppgjör sitt fyrir fjórðunginn í gær. Uppsafnaður hagnaður fyrstu níu mánuði ársins er þar með 14,5 milljarðar en til samanburðar var hagnaðurinn 13,6 milljarðar á sama tímabili í fyrra. Viðskipti innlent 29.11.2012 08:00
Fjórar leiðir Íbúðalánasjóðs Íbúðalánasjóður (ÍLS) er í gjörgæslu íslenskra stjórnvalda sem halda honum lifandi með reglulegum fjármagnsinnspýtingum. Ljóst er að taka þarf ákvörðun um framtíð sjóðsins á allra næstu misserum. Þórður Snær Júlíusson fór yfir þær leiðir sem virðast mögul Viðskipti innlent 29.11.2012 08:00
Reginn skilaði 1,3 milljarða hagnaði Fasteignafélagið Reginn hf. skilaði 1,3 milljarða króna hagnaði eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins. Viðskipti innlent 29.11.2012 07:45
Saffran í útrás til Bretlands Íslenska veitingahúskeðjan Saffran er komin í útrás til Bretlands en búið er að opna nýjan Saffran veitingastað í Manchester borg. Fyrir rekur Saffran þrjá staði á Íslandi og einn í Orlando á Flórída. Viðskipti innlent 29.11.2012 06:54
Nordea kosinn banki ársins í Vestur Evrópu Tímaritið The Banker, sem gefið er út af Financial Times, hefur kosið Nordea bankann sem banka ársins í Vestur Evrópu. Nordea er fyrsti norræni bankinn sem hlýtur þessa viðurkenningu. Viðskipti erlent 29.11.2012 06:47
Engin ákvörðun um skuldabréf hjá Íbúðalánasjóði Íbúðalánasjóður sendi frá sér tilkynningu í nótt til að árétta það að engin ákvörðun hefði verið tekin um að gefa ekki út fleiri skuldabréf í HFF flokknum. Viðskipti innlent 29.11.2012 06:41
Spá mikilli verðbólgu næstu mánuðina Greining Arion banka spáir því að verðbólgan muni verða á bilinu 4,2% til 4,5% á næstu mánuðum. Forsenda þessarar spár er að gengi krónunnar verði óbreytt frá því sem nú er. Viðskipti innlent 29.11.2012 06:38
Árið 2013 gæti orðið erfitt í ferðaþjónustu Samkvæmt spá The Economist fyrir árið 2013 þá eru væntingar hjá stærstu fyrirtækjum í ferðaþjónustu á heimsvísu um gott gengi á næsta ári ekki miklar. Því er spáð að ferðamönnum sem gista í það minnsta eina nótt í ferðalögum sínum muni fjölga um þrjú prósent á heimsvísu, en fjölgunin á þessu ári verður líklega um tvö prósent frá árinu 2011. Vitnað er til greiningar Tourism Economics, ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækis á sviði ferðaþjónustu. Viðskipti erlent 28.11.2012 23:23
Spá 8,2 prósent hagvexti í Írak á næsta ári Þrátt fyrir veika innviði og ófrið þá spáir The Economist því að hagvöxtur í Írak verði 8,2 prósent á næsta ári, sem er með því allra mesta af löndum Mið-Austurlanda. Sérstaklega er horft til þess að olíuframleiðsla og olíuþjónustugeirinn sé sífellt að verða betur skipulagður, og það gefi efnahagnum færi á að vaxa milli ára. Viðskipti erlent 28.11.2012 21:52