Viðskipti

Gengi bréfa Regins hækkaði mest

Gengi bréfa fasteignafélagsins Regins hækkaði mest í kauphöll Íslands í dag, en gengið er nú 10,89. Við skráningu félagsins á markað var gengi bréfa félagsins 8,25. Gengi bréfa Eimskipafélagsins er nú 225 það hækkaði um 0,67 prósent í dag. Skráningargengi félagsins var 208.

Viðskipti innlent

Bankarnir hagnast um 44,2 milljarða á níu mánuðum

Bankarnir, Arion banki, Landsbankinn og Íslandsbanki, hafa nú allir kynnt afkomu sína fyrir þriðja ársfjórðung, og liggja upplýsingar um rekstrarafkomu fyrir fyrstu níu mánuði ársins því fyrir. Samanlagður hagnaður bankanna eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins nemur 44,2 milljörðum króna, en Arion banki hagnaðist um 14,5 milljarða, Landsbankinn um 13,5 milljarða og Íslandsbanki, sem kynnti uppgjör sitt í morgun, um 16,2 milljarða.

Viðskipti innlent

Eftirlit með erlendum bönkum hert í Bandaríkjunum

Eftirlitsstofnanir í Bandaríkjunum, ekki síst fjármálaeftirlitið í New York, ætla að óska eftir því við stjórnir erlendra banka sem eru með starfsleyfi í Bandaríkjunum, að þeir styrki lausafjárstöðu sína. Þetta er talið geta haft áhrif á stóra banka eins og Deutsche Bank og Barclays, að því er segir í umfjöllun New York Times í dag.

Viðskipti erlent

Mæla gegn kaupum í Vodafone

IFS ráðgjöf verðleggur hlutabréf í Vodafone á 25,1 krónu og telur fjárfesta gera best með því að halda að sér höndum í hlutafjárútboði samkvæmt frétt sem birtist í Viðskiptablaðinu í dag.

Viðskipti innlent

Íslensk erfðagreining tapar um tveimur milljörðum

Íslensk erfðagreining tapaði á annan milljarð króna á síðasta ári og er með neikvæða eiginfjárstöðu samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins í dag. Þar segir að Íslensk erfðagreining hafi tapað tæpum 14 milljónum dollara, eða á annan milljarð króna, á árinu 2011 samkvæmt ársreikningi fyrirtækisins.

Viðskipti innlent

Hagnaður Íslandabanka 10,8 milljarðar

Hagnaður Íslandsbanka af reglulegri starfsemi eftir skatta var 10,8 milljarðar króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Þetta er ívið minni hagnaður en á sama tímabili í fyrra þegar hann nam 11,4 milljörðum króna.

Viðskipti innlent

Á 200 milljarða umfram Icesave-kröfur

Eignir þrotabús gamla Landsbankans nema nú um 200 milljörðum króna meira en sem nemur forgangskröfum í þrotabúið sem eru að langstærstum hluta vegna Icesave-innlánanna. Þetta er mat slitastjórnar gamla Landsbankans en það var kynnt á kröfuhafafundi í gær.

Viðskipti innlent

Ágæt arðsemi hjá Arion banka

Arion banki hagnaðist um 3,3 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi ársins. Bankinn birti uppgjör sitt fyrir fjórðunginn í gær. Uppsafnaður hagnaður fyrstu níu mánuði ársins er þar með 14,5 milljarðar en til samanburðar var hagnaðurinn 13,6 milljarðar á sama tímabili í fyrra.

Viðskipti innlent

Fjórar leiðir Íbúðalánasjóðs

Íbúðalánasjóður (ÍLS) er í gjörgæslu íslenskra stjórnvalda sem halda honum lifandi með reglulegum fjármagnsinnspýtingum. Ljóst er að taka þarf ákvörðun um framtíð sjóðsins á allra næstu misserum. Þórður Snær Júlíusson fór yfir þær leiðir sem virðast mögul

Viðskipti innlent

Saffran í útrás til Bretlands

Íslenska veitingahúskeðjan Saffran er komin í útrás til Bretlands en búið er að opna nýjan Saffran veitingastað í Manchester borg. Fyrir rekur Saffran þrjá staði á Íslandi og einn í Orlando á Flórída.

Viðskipti innlent

Árið 2013 gæti orðið erfitt í ferðaþjónustu

Samkvæmt spá The Economist fyrir árið 2013 þá eru væntingar hjá stærstu fyrirtækjum í ferðaþjónustu á heimsvísu um gott gengi á næsta ári ekki miklar. Því er spáð að ferðamönnum sem gista í það minnsta eina nótt í ferðalögum sínum muni fjölga um þrjú prósent á heimsvísu, en fjölgunin á þessu ári verður líklega um tvö prósent frá árinu 2011. Vitnað er til greiningar Tourism Economics, ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækis á sviði ferðaþjónustu.

Viðskipti erlent

Spá 8,2 prósent hagvexti í Írak á næsta ári

Þrátt fyrir veika innviði og ófrið þá spáir The Economist því að hagvöxtur í Írak verði 8,2 prósent á næsta ári, sem er með því allra mesta af löndum Mið-Austurlanda. Sérstaklega er horft til þess að olíuframleiðsla og olíuþjónustugeirinn sé sífellt að verða betur skipulagður, og það gefi efnahagnum færi á að vaxa milli ára.

Viðskipti erlent