Gætu sparað hundruð milljarða á að skipta á seðlum fyrir myntir 30. nóvember 2012 06:10 Bandaríkjamenn gætu sparað sér milljarða dollara eða hundruð milljarða króna með því að skipta út einsdollara seðli sínum fyrir mynt. Hlutlaus fjármálastofnun í Bandaríkjunum hefur reiknað út að ef einsdollara seðlinum yrði skipt út fyrir mynt myndi það spara hinu opinbera þar í landi 4,4 milljarða dollara á 30 ára tímabili. Þetta er árlegur sparnaður upp á tæplega 150 milljónir dollara eða nær 19 milljarða króna. Það kostar aðeins rúm fimm sent að framleiða hvern einsdollara seðil og einsdollars mynt er töluvert dýrari í framleiðslu. Hinsvegar er líftími myntarinnar um tífaldur á við seðilinn. Í umfjöllun Daily Finance um málið segir að hið opinbera hafi ákveðið að halda sig við seðilinn. Þetta er sökum þess að almenningur í Bandaríkjunum vill heldur nota dollaraseðilinn en myntina. Allt frá árinu 1971 hafa yfirvöld reynt að fá almenning til að nota einsdollars myntir í stað seðla en það hefur lítinn árangur borið. Yfirleitt er um 40% af þeim myntum sem settar eru í umferð skilað aftur ónotuðum í hirslur hins opinbera. Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríkjamenn gætu sparað sér milljarða dollara eða hundruð milljarða króna með því að skipta út einsdollara seðli sínum fyrir mynt. Hlutlaus fjármálastofnun í Bandaríkjunum hefur reiknað út að ef einsdollara seðlinum yrði skipt út fyrir mynt myndi það spara hinu opinbera þar í landi 4,4 milljarða dollara á 30 ára tímabili. Þetta er árlegur sparnaður upp á tæplega 150 milljónir dollara eða nær 19 milljarða króna. Það kostar aðeins rúm fimm sent að framleiða hvern einsdollara seðil og einsdollars mynt er töluvert dýrari í framleiðslu. Hinsvegar er líftími myntarinnar um tífaldur á við seðilinn. Í umfjöllun Daily Finance um málið segir að hið opinbera hafi ákveðið að halda sig við seðilinn. Þetta er sökum þess að almenningur í Bandaríkjunum vill heldur nota dollaraseðilinn en myntina. Allt frá árinu 1971 hafa yfirvöld reynt að fá almenning til að nota einsdollars myntir í stað seðla en það hefur lítinn árangur borið. Yfirleitt er um 40% af þeim myntum sem settar eru í umferð skilað aftur ónotuðum í hirslur hins opinbera.
Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira