Viðskipti

Vilja flytja inn erfðaefni nauta

Þegar á að hefjast handa um að skapa aðstöðu til að flytja inn nýtt erfðaefni til innblöndunar í íslenska holdanautastofninn. Þetta er meðal þess sem starfshópur um eflingu nautakjötsframleiðslunnar leggur til.

Viðskipti innlent

Gallaðar reglur voru gróðaleið verktaka

Umgjörð um lánamál Íbúðalánasjóðs til leigufélaga er stórgölluð og gerir verktökum kleift að græða. Sjóðurinn veitti milljarða lán til leigufélaga án þess að kanna jarðveg slíkra fjárfestinga. Verktakar græddu á því að reisa tómar íbúðir.

Viðskipti innlent

Kostir fleiri en gallar fyrir níu af tíu

Aðild að ESB yrði ekki vandamál fyrir sjávarútveginn að því gefnu að lokað yrði á rányrkju og skilyrði sett um ráðstöfun arðs. Doktor í stjórnmálahagfræði segir mesta andstöðu við aðild koma frá þeim sem lifi af styrkjum og njóti tollverndar.

Viðskipti innlent

Viðskiptavinir Dróma í mikilli óvissu

Hópur viðskiptavina Dróma er í mikilli fjárhagslegri óvissu vegna fyrirvara sem fyrirtækið hefur gert við endurútreikning gengistryggðra lána og heldur jafnvel eftir veðrétti í eignum viðskiptavina sem greitt hafa upp lán að loknum endurútreikningum.

Viðskipti innlent

Birkir samdi við slitastjórn Glitnis

Birkir Kristinsson samdi við slitastjórn Glitnis um að endurgreiða tugmilljóna hagnað sinn af hlutabréfaeign í bankanum, sem saksóknari telur ólögmætan. Honum hefur því ekki verið stefnt til greiðslu skaðabóta eins og tveimur öðrum sakborningum.

Viðskipti innlent

Ákærðu enn við störf hjá Íslandsbanka

Þeir Birkir Kristinsson og Elmar Svavarsson, starfa báðir enn hjá Íslandsbanka, þrátt fyrir að þeir hafi verið ákærðir ásamt tveimur öðrum mönnum, fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga í tengslum við 3,8 milljarða króna lánveitingu Glitnis til félags í eigu Birkis.

Viðskipti innlent

Yahoo kaupir Qwiki

Netfyrirtækið Yahoo hefur fest kaup á Qwiki, sprotafyrirtæki að baki smáforrits (apps) fyrir Iphone síma. Appið auðveldar fólki að búa til stuttar kvikmyndir með myndum, myndböndum og tónlist.

Viðskipti erlent

Kanna hvort Drómi hafi brotið lög

Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að Drómi gæti hafa gerst brotlegur við lög vegna endurútreiknings gengistryggðra lána. Á Alþingi í dag minnti hann einnig á að fjármálaeftirlitið hefði heimildir til að setja slitastjórnir fjármálafyrirtækja af.

Viðskipti innlent