Viðskipti innlent Af hverju vill eigandi Tottenham hlut í litlum banka á Íslandi? Meðal hluthafa í MP banka er Joe Lewis, sem er eigandi breska knattspyrnuliðsins Tottenham Hotspurs og Rowland-fjölskyldan sem rekur Banque Havilland bankann í Lúxemborg. Forstjóri MP banka segist hvorki hafa hitt Joe Lewis né fulltrúa Rowland-fjölskyldunnar en segir að þau eigi fulltrúa í stjórn og varastjórn. Þá segist hann finna fyrir aðhaldi frá hluthöfunum. Viðskipti innlent 28.12.2011 20:00 Segir Landsbankann tilbúinn í Kauphöllina 2012 Bankastjóri Landsbankans telur að bankinn verði tilbúinn til skráningar í Kauphöll á næsta ári en hann segir að ríkissjóður gæti fengið miklar fjárhæðir fyrir lítinn hlut í honum. Viðskipti innlent 28.12.2011 19:30 Actavis þarf að greiða tíu milljarða í staðinn fyrir 20 Actavis hefur náð samkomulagi við Texas-ríki um að greiða 84 milljónir dollara í sekt, fyrir að hafa hækkað verð á samheitalyfjum til þess að fá meira úr opinberum tryggingum, sem heita Medicaid þar í landi. Viðskipti innlent 28.12.2011 18:53 Sérstakur ákærir fimm fyrir skattalagabrot Sérstakur saksóknari hefur ákært fimm einstaklinga fyrir að hafa vantalið vörsluskatta í atvinnustarfsemi. Ákærur voru gefnar út í vikunni fyrir jól. Viðskipti innlent 28.12.2011 18:35 Hermann Guðmundsson: Það er kominn pínulítill taktur í samfélagið "2012 verður aðeins skárra ár en ég hélt sjálfur fyrir aðeins þremur til fjórum mánuðum síðan,“ segir Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, í viðtali í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Viðskipti innlent 28.12.2011 17:50 Makrílveiðar skiluðu 25 milljörðum Makrílveiðar Íslendinga skiluðu þjóðarbúinu meira en 25 milljörðum króna í ár og sköpuðu yfir 1000 ársverk á sjó og landi, eftir því sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið fullyrðir. Meirihluti makrílafla íslenskra skipa kom að landi á Austfjörðum eða um 55% af heildinni. Viðskipti innlent 28.12.2011 16:22 Dalurinn hefur rokið upp um 10 krónur Bandaríkjadalur hefur hækkað um tíu krónur á tæplega tveggja mánaða tímabili, eða frá því í byrjun nóvember. Þetta þykir nokkuð skörp hækkun. Jón Bjarki Bentsson, hjá Greiningu Íslandsbanka, segir að skýringin liggi fyrst og fremst í tveimur þáttum. Annars vegar til þess að dalurinn hafi verið að styrkja sig töluvert alþjóðlega, einkum vegna óvissu í tengslum við skuldakreppuna í Evrópu. "Þá hefur krónan jafnframt verið að veikjast og er talið að þar sé um árstíðabundna lækkun að ræða,“ segir Jón Bjarki. Viðskipti innlent 28.12.2011 14:13 Bók Yrsu seldist mest Brakið, bók Yrsu Sigurðardóttur, er mest selda bók ársins samkvæmt nýjum lista bókaverslananna sem nær til 24. desember síðastliðins. Á eftir henni kemur Einvígið, eftir Arnald Indriðason og þar á eftir Gamlinginn sem Jónas Jónasson skrifaði og Páll Valsson þýddi. Þetta er i fyrsta sinn í ár sem bók Yrsu fer upp fyrir bók Arnaldar á lista yfir mest seldu bækur ársins. Viðskipti innlent 28.12.2011 13:15 Tómas Már verður forstjóri Alcoa í Evrópu Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, mun taka við sem forstjóri Alcoa í Evrópu með aðsetur í Genf þann 1. janúar næstkomandi. Tómas mun jafnframt hafa með höndum yfirstjórn álframleiðslusviðs Alcoa í álfunni. Starfsfólki Fjarðaáls var tilkynnt um breytinguna í dag. Viðskipti innlent 27.12.2011 15:31 Yfir 1500 þúsund lítrar seldust Alls seldust 1509 þúsund lítar af áfengi í Vínbúðunum í ár fyrstu 24 dagana i desember, en um 1525 þúsund lítrar seldust sömu daga í fyrra. Sala áfengis dróst því saman um 1% í lítrum talið á milli ára á þessu tímabili. Alls komu 327 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar en sömu daga í fyrir ári voru þeir 332 þúsund. Viðskipti innlent 27.12.2011 14:48 Ekki tilkynnt um löggjafabreytingar Ísland hefur komið verr út í alþjóðlegum samanburði en ástæða var til vegna þess að OECD var ekki upplýst um raunverulega stöðu löggjafar hér á landi. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir sérkennilegt að ekki hafi verið hirt um að tilkynna um löggjafabreytingar. Á ríkisstjórnarfundi í morgun kynnti Árni Páll að uppfærðar upplýsingar um stöðu löggjafar um erlenda fjárfestingu hér á landi hefði verið send til OECD. Viðskipti innlent 27.12.2011 13:39 2500 kall meira í skatt Meðallaunamaður greiðir 2500 kalli meira í skatta á mánuði á næsta ári, en lægra hlutfall tekna sinna. Skatthlutföll breytast nánast ekkert, en viðmiðunarmörk þrepaskattsins hækka og persónuafslátturinn líka. Viðskipti innlent 27.12.2011 13:21 Einungis tvö félög hafa hækkað á árinu Aðeins tvö af þeim sex félögum sem skipuðu Úrvalsvísitöluna í Kauphöll Íslands á árinu sem er að líða hafa hækkað í verði. Hin fjögur félögin hafa lækkað, en mesta lækkunin hefur verið hjá Atlantic Petroleum og BankNordik. Mest hefur veltan verið með bréf Marel, samkvæmt úttekt greiningardeildar Arion banka á stöðunni. Viðskipti innlent 27.12.2011 13:05 Landsvirkjun semur um 24 milljarða króna lán Landsvirkjun hefur skrifað undir sambankalán á alþjóðlegum bankamarkaði. Þetta er fyrsti samningur af þessu tagi sem íslenskt opinbert fyrirtæki gerir síðan í október 2008. Viðskipti innlent 27.12.2011 10:15 Síðasta vika skilanefndanna að hefjast Skilanefndir bankanna hefja á morgun síðustu starfsviku sína. Viðskiptaráðherra vildi hraða endurskipulagningu skulda fyrirtækja með því að leggja þær niður um áramótin, en skilanefndarmenn segja að starfsemin breytist ekkert eftir sem áður. Viðskipti innlent 26.12.2011 13:00 FME gagnrýnir Kauphöllina Fjármálaeftirlitið (FME) hefur gert athugasemd þess efnis að Kauphöll Íslands hafi ekki tekið nógu snemma eftir viðskiptum tiltekinna fjármálafyrirtækja með eigin hlutabréf á árinu 2008. Ekki er tiltekið hvaða fjármálafyrirtæki er um að ræða. Þetta kemur fram í niðurstöðu athugunar FME á rafrænu eftirliti Kauphallarinnar sem birt var á vef eftirlitsins í fyrradag. Viðskipti innlent 24.12.2011 11:00 Sóun á tíma og peningum Framkvæmdastjóri LÍÚ segir það óforsvaranlegt að ríkisstjórnin bjóði stórum atvinnurekendum þessa lands upp á frumvörp sem skaði sjávarútveginn sem atvinnugrein en meini svo ekkert með því. Með því sé bæði tíma og peningum sóað. Viðskipti innlent 23.12.2011 20:00 Efnahagsráðuneyti tekur upp tillögur Vickers fyrir Ísland Aldrei aftur verður tekin áhætta í bönkunum með sparifé almennings ef áform efnahags- og viðskiptaráðuneytisins ganga eftir. Í upphafi nýs árs verður kynnt áætlun um breytingar á fjármálafyrirtækjum en stefnt er því að smíða sérstakar girðingar utan um innlán til að tryggja hag sparifjáreigenda, að breskri fyrirmynd. Viðskipti innlent 23.12.2011 18:52 Fyrirtæki Framtakssjóðs á markað strax næsta haust "Það er engin spurning," segir Helgi Magnússon, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Verslunarmanna, um hvort fyrirtæki í eigu Framtakssjóðs verði sett á markað á næstunni. Viðskipti innlent 23.12.2011 17:20 Mótmæltu kaupaukakerfi og var ýtt til hliðar Stjórnarformaður eins stærsta lífeyrissjóðs landsins segir að sjóðirnir hafi mótmælt þegar kaupaukakerfi voru fyrst tekin upp á landinu, en ekki fengið rönd við reist. Lífeyrissjóðirnir hafi þótt of íhaldssamir eigendur og verið ýtt til hliðar. Viðskipti innlent 23.12.2011 16:41 Bakslag í rannsókn á Tchenguiz-bræðrunum Ákveðið bakslag virðist hafa komið í rannsókn SFO, efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, á bræðrunum Roberts og Vincent Tchenguiz sem voru einir stærstu lántakendur Kaupþings fyrir hrun. Handtökutilskipun sem gefin var út á hendur Vincent Tchenguiz virðist hafa byggst á röngum forsendum og þar með verið ólögmæt. Viðskipti innlent 23.12.2011 12:17 Segir alla græða á sölu Landsvirkjunar Lífeyrissjóðirnir lýstu yfir áhuga á Landsvirkjun á fundi með fjármálaráðherra í nóvember. Formaður Landssamtaka lífeyrissjóða segir fjárfestingu í Landsvirkjun afar góðan fjárfestingarkost. Nú sé boltinn hjá ríkisstjórninni að taka pólitíska ákvörðun um hlutafjáraukning í fyrirtækinu. Allir landsmenn græði á því. Viðskipti innlent 23.12.2011 12:06 Moody's staðfestir lánshæfiseinkunn Íslands Lánshæfismatsfyrirtækið Moody's tilkynnti í morgun að lánshæfi Íslands haldist óbreytt. Lánshæfiseinkunn ríkisins verður því áfram Baa3 með neikvæðum horfum. Sú einkunn var staðfest í apríl 2011 þrátt fyrir að Íslendingar hefðu þá hafnað Icesave samkomulaginu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Viðskipti innlent 23.12.2011 08:43 Íslandsbanki og Eykt eignast Höfðatorg Íslandsbanki og byggingarfélaigð Eykt hafa samþykkt nauðasamning fyrir fasteignafélagið Höfðatorg ehf. Samningurinn felur í sér að Íslandsbanki og Eykt eignast allt hlutafé í Höfðatorgi. Aðrir kröfuhafar en Íslandsbanki og Eykt voru smærri og áttu ekki aðild að nauðsamningnum. Íslandsbanki var aðal lánveitandi Höfðatorgs og hefur nú eignast 72,5% hlutfjár. Eykt, sem átti kröfu á hendur Höfðatorgi vegna áfallins byggingarkostnaðar við verkefnið, eignast 27,5% hlutafjár. Stjórn félagsins skipa nú tveir fulltrúar Íslandsbanka og einn fulltrúi Eyktar. Fulltrúar Íslandsbanka eru óháðir bankanum eins og vinnureglur bankans mæla fyrir um. Eykt mun áfram hafa umsjón með rekstri félagsins og annast útleigu fasteigna þess. Höfðatorg er fasteignafélag sem hefur til leigu um 47 þúsund fermetra af skrifstofuhúsnæði á Höfðatorgsreit og í nálægum byggingum við Skúlatún og Borgartún í Reykjavík. Þar af eru útleigðir 40 þúsund fermetrar. Félagið stóð í miklum framkvæmdum á þeim tíma þegar fjármálakerfið hrundi og hækkuðu erlend lán þess þá mikið. Í kjölfarið ákváðu samningsaðilar að ljúka við byggingu turnsins á Höfðatorgi og var það gert í sameiningu. Aðrir kröfuhafar Höfðatorgs en Íslandsbanki og Eykt sem nú eiga félagið munu fá kröfur sínar greiddar. Íslandsbanki stefnir að því að selja sinn hlut í félaginu. Viðskipti innlent 22.12.2011 16:31 Hjartavernd tapaði rúmum 80 milljónum á viðskiptum við Landsvaka Héraðsdómur Reykjavíkur komst í dag að þeirri niðurstöðu að Landsvaka, dótturfélag gamla Landsbankans, er ekki skylt að greiða Hjartavernd tæpar 83 milljónir króna sem töpuðust þegar lokað var fyrir viðskipti með fjárfestingasjóði Landsvaka, sem nefndur var Peningabréf, þann 6. október 2008, daginn sem neyðarlögin voru sett. Hjartavernd óskaði eftir innlausn á hlutdeildarskírteinum sínum í fjárfestingarsjóðnum með tölvupósti rétt fyrir tíu þann dag, en pöntunin er skráð hjá Landsvaka klukkan tíu mínútur í fjögur. Viðskipti innlent 22.12.2011 15:27 Icelandair og Frontier Airlines í samstarf Icelandair og bandaríska flugfélagið Frontier Airlines kynntu í dag nýtt samstarf flugfélaganna sem meðal annars felur í sér sölu og farseðlaútgáfu á flugleiðum hvors annars samkvæmt tilkynningu frá Icelandair. Viðskipti innlent 22.12.2011 14:33 N1 vill stækka á matvörumarkaði N1 ætlar í framtíðinni að hasla sér frekari völl á markaði með matvöru og jafnframt annarri smásölu sem tengist ekki eldsneyti. Þetta sagði Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, í viðtali við Þorbjörn Þórðarson í Klinkinu hér á Vísi. Viðskipti innlent 22.12.2011 11:14 Lögfræðingur kanni lögmæti Perlusölu Á stjórnarfundi Orkuveitu Reykjavíkur í gær var samþykkt að fela lögfræðingi að kanna lögmæti þess að veita upplýsingar um tilboðsgjafa í Perluna og fjárhæðir tilboðanna. Þetta var samþykkt í framhaldi af tillögu Kjartans Magnússonar fulltrúa minnihlutans í borgarstjórn, sem gagnrýndi farmvindu málsins harðlega. Viðskipti innlent 22.12.2011 09:18 Skapar það vandamál þegar stórir bankar selja bensín? Innan skamms verður Framtakssjóður Íslands mögulega orðinn stærsti hluthafinn í bensín- og smásölurisanum N1 því sjóðurinn hefur gert tilboð í hlut Arion banka. Forstjórinn segir þetta jákvætt, því eignarhald banka í samkeppnisrekstri hefði auðvitað ekki gengið til lengdar. Viðskipti innlent 22.12.2011 09:00 N1 tilbúið í Kauphöllina og skráning á næsta ári Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, segir fyrirtækið að verða tilbúið í skráningu í Kauphöllina. Hann segir stefnt að því að skrá félagið á næsta ári, en því gæti þó mögulega seinkað fram á vorið 2013. Viðskipti innlent 21.12.2011 21:00 « ‹ ›
Af hverju vill eigandi Tottenham hlut í litlum banka á Íslandi? Meðal hluthafa í MP banka er Joe Lewis, sem er eigandi breska knattspyrnuliðsins Tottenham Hotspurs og Rowland-fjölskyldan sem rekur Banque Havilland bankann í Lúxemborg. Forstjóri MP banka segist hvorki hafa hitt Joe Lewis né fulltrúa Rowland-fjölskyldunnar en segir að þau eigi fulltrúa í stjórn og varastjórn. Þá segist hann finna fyrir aðhaldi frá hluthöfunum. Viðskipti innlent 28.12.2011 20:00
Segir Landsbankann tilbúinn í Kauphöllina 2012 Bankastjóri Landsbankans telur að bankinn verði tilbúinn til skráningar í Kauphöll á næsta ári en hann segir að ríkissjóður gæti fengið miklar fjárhæðir fyrir lítinn hlut í honum. Viðskipti innlent 28.12.2011 19:30
Actavis þarf að greiða tíu milljarða í staðinn fyrir 20 Actavis hefur náð samkomulagi við Texas-ríki um að greiða 84 milljónir dollara í sekt, fyrir að hafa hækkað verð á samheitalyfjum til þess að fá meira úr opinberum tryggingum, sem heita Medicaid þar í landi. Viðskipti innlent 28.12.2011 18:53
Sérstakur ákærir fimm fyrir skattalagabrot Sérstakur saksóknari hefur ákært fimm einstaklinga fyrir að hafa vantalið vörsluskatta í atvinnustarfsemi. Ákærur voru gefnar út í vikunni fyrir jól. Viðskipti innlent 28.12.2011 18:35
Hermann Guðmundsson: Það er kominn pínulítill taktur í samfélagið "2012 verður aðeins skárra ár en ég hélt sjálfur fyrir aðeins þremur til fjórum mánuðum síðan,“ segir Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, í viðtali í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Viðskipti innlent 28.12.2011 17:50
Makrílveiðar skiluðu 25 milljörðum Makrílveiðar Íslendinga skiluðu þjóðarbúinu meira en 25 milljörðum króna í ár og sköpuðu yfir 1000 ársverk á sjó og landi, eftir því sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið fullyrðir. Meirihluti makrílafla íslenskra skipa kom að landi á Austfjörðum eða um 55% af heildinni. Viðskipti innlent 28.12.2011 16:22
Dalurinn hefur rokið upp um 10 krónur Bandaríkjadalur hefur hækkað um tíu krónur á tæplega tveggja mánaða tímabili, eða frá því í byrjun nóvember. Þetta þykir nokkuð skörp hækkun. Jón Bjarki Bentsson, hjá Greiningu Íslandsbanka, segir að skýringin liggi fyrst og fremst í tveimur þáttum. Annars vegar til þess að dalurinn hafi verið að styrkja sig töluvert alþjóðlega, einkum vegna óvissu í tengslum við skuldakreppuna í Evrópu. "Þá hefur krónan jafnframt verið að veikjast og er talið að þar sé um árstíðabundna lækkun að ræða,“ segir Jón Bjarki. Viðskipti innlent 28.12.2011 14:13
Bók Yrsu seldist mest Brakið, bók Yrsu Sigurðardóttur, er mest selda bók ársins samkvæmt nýjum lista bókaverslananna sem nær til 24. desember síðastliðins. Á eftir henni kemur Einvígið, eftir Arnald Indriðason og þar á eftir Gamlinginn sem Jónas Jónasson skrifaði og Páll Valsson þýddi. Þetta er i fyrsta sinn í ár sem bók Yrsu fer upp fyrir bók Arnaldar á lista yfir mest seldu bækur ársins. Viðskipti innlent 28.12.2011 13:15
Tómas Már verður forstjóri Alcoa í Evrópu Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, mun taka við sem forstjóri Alcoa í Evrópu með aðsetur í Genf þann 1. janúar næstkomandi. Tómas mun jafnframt hafa með höndum yfirstjórn álframleiðslusviðs Alcoa í álfunni. Starfsfólki Fjarðaáls var tilkynnt um breytinguna í dag. Viðskipti innlent 27.12.2011 15:31
Yfir 1500 þúsund lítrar seldust Alls seldust 1509 þúsund lítar af áfengi í Vínbúðunum í ár fyrstu 24 dagana i desember, en um 1525 þúsund lítrar seldust sömu daga í fyrra. Sala áfengis dróst því saman um 1% í lítrum talið á milli ára á þessu tímabili. Alls komu 327 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar en sömu daga í fyrir ári voru þeir 332 þúsund. Viðskipti innlent 27.12.2011 14:48
Ekki tilkynnt um löggjafabreytingar Ísland hefur komið verr út í alþjóðlegum samanburði en ástæða var til vegna þess að OECD var ekki upplýst um raunverulega stöðu löggjafar hér á landi. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir sérkennilegt að ekki hafi verið hirt um að tilkynna um löggjafabreytingar. Á ríkisstjórnarfundi í morgun kynnti Árni Páll að uppfærðar upplýsingar um stöðu löggjafar um erlenda fjárfestingu hér á landi hefði verið send til OECD. Viðskipti innlent 27.12.2011 13:39
2500 kall meira í skatt Meðallaunamaður greiðir 2500 kalli meira í skatta á mánuði á næsta ári, en lægra hlutfall tekna sinna. Skatthlutföll breytast nánast ekkert, en viðmiðunarmörk þrepaskattsins hækka og persónuafslátturinn líka. Viðskipti innlent 27.12.2011 13:21
Einungis tvö félög hafa hækkað á árinu Aðeins tvö af þeim sex félögum sem skipuðu Úrvalsvísitöluna í Kauphöll Íslands á árinu sem er að líða hafa hækkað í verði. Hin fjögur félögin hafa lækkað, en mesta lækkunin hefur verið hjá Atlantic Petroleum og BankNordik. Mest hefur veltan verið með bréf Marel, samkvæmt úttekt greiningardeildar Arion banka á stöðunni. Viðskipti innlent 27.12.2011 13:05
Landsvirkjun semur um 24 milljarða króna lán Landsvirkjun hefur skrifað undir sambankalán á alþjóðlegum bankamarkaði. Þetta er fyrsti samningur af þessu tagi sem íslenskt opinbert fyrirtæki gerir síðan í október 2008. Viðskipti innlent 27.12.2011 10:15
Síðasta vika skilanefndanna að hefjast Skilanefndir bankanna hefja á morgun síðustu starfsviku sína. Viðskiptaráðherra vildi hraða endurskipulagningu skulda fyrirtækja með því að leggja þær niður um áramótin, en skilanefndarmenn segja að starfsemin breytist ekkert eftir sem áður. Viðskipti innlent 26.12.2011 13:00
FME gagnrýnir Kauphöllina Fjármálaeftirlitið (FME) hefur gert athugasemd þess efnis að Kauphöll Íslands hafi ekki tekið nógu snemma eftir viðskiptum tiltekinna fjármálafyrirtækja með eigin hlutabréf á árinu 2008. Ekki er tiltekið hvaða fjármálafyrirtæki er um að ræða. Þetta kemur fram í niðurstöðu athugunar FME á rafrænu eftirliti Kauphallarinnar sem birt var á vef eftirlitsins í fyrradag. Viðskipti innlent 24.12.2011 11:00
Sóun á tíma og peningum Framkvæmdastjóri LÍÚ segir það óforsvaranlegt að ríkisstjórnin bjóði stórum atvinnurekendum þessa lands upp á frumvörp sem skaði sjávarútveginn sem atvinnugrein en meini svo ekkert með því. Með því sé bæði tíma og peningum sóað. Viðskipti innlent 23.12.2011 20:00
Efnahagsráðuneyti tekur upp tillögur Vickers fyrir Ísland Aldrei aftur verður tekin áhætta í bönkunum með sparifé almennings ef áform efnahags- og viðskiptaráðuneytisins ganga eftir. Í upphafi nýs árs verður kynnt áætlun um breytingar á fjármálafyrirtækjum en stefnt er því að smíða sérstakar girðingar utan um innlán til að tryggja hag sparifjáreigenda, að breskri fyrirmynd. Viðskipti innlent 23.12.2011 18:52
Fyrirtæki Framtakssjóðs á markað strax næsta haust "Það er engin spurning," segir Helgi Magnússon, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Verslunarmanna, um hvort fyrirtæki í eigu Framtakssjóðs verði sett á markað á næstunni. Viðskipti innlent 23.12.2011 17:20
Mótmæltu kaupaukakerfi og var ýtt til hliðar Stjórnarformaður eins stærsta lífeyrissjóðs landsins segir að sjóðirnir hafi mótmælt þegar kaupaukakerfi voru fyrst tekin upp á landinu, en ekki fengið rönd við reist. Lífeyrissjóðirnir hafi þótt of íhaldssamir eigendur og verið ýtt til hliðar. Viðskipti innlent 23.12.2011 16:41
Bakslag í rannsókn á Tchenguiz-bræðrunum Ákveðið bakslag virðist hafa komið í rannsókn SFO, efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, á bræðrunum Roberts og Vincent Tchenguiz sem voru einir stærstu lántakendur Kaupþings fyrir hrun. Handtökutilskipun sem gefin var út á hendur Vincent Tchenguiz virðist hafa byggst á röngum forsendum og þar með verið ólögmæt. Viðskipti innlent 23.12.2011 12:17
Segir alla græða á sölu Landsvirkjunar Lífeyrissjóðirnir lýstu yfir áhuga á Landsvirkjun á fundi með fjármálaráðherra í nóvember. Formaður Landssamtaka lífeyrissjóða segir fjárfestingu í Landsvirkjun afar góðan fjárfestingarkost. Nú sé boltinn hjá ríkisstjórninni að taka pólitíska ákvörðun um hlutafjáraukning í fyrirtækinu. Allir landsmenn græði á því. Viðskipti innlent 23.12.2011 12:06
Moody's staðfestir lánshæfiseinkunn Íslands Lánshæfismatsfyrirtækið Moody's tilkynnti í morgun að lánshæfi Íslands haldist óbreytt. Lánshæfiseinkunn ríkisins verður því áfram Baa3 með neikvæðum horfum. Sú einkunn var staðfest í apríl 2011 þrátt fyrir að Íslendingar hefðu þá hafnað Icesave samkomulaginu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Viðskipti innlent 23.12.2011 08:43
Íslandsbanki og Eykt eignast Höfðatorg Íslandsbanki og byggingarfélaigð Eykt hafa samþykkt nauðasamning fyrir fasteignafélagið Höfðatorg ehf. Samningurinn felur í sér að Íslandsbanki og Eykt eignast allt hlutafé í Höfðatorgi. Aðrir kröfuhafar en Íslandsbanki og Eykt voru smærri og áttu ekki aðild að nauðsamningnum. Íslandsbanki var aðal lánveitandi Höfðatorgs og hefur nú eignast 72,5% hlutfjár. Eykt, sem átti kröfu á hendur Höfðatorgi vegna áfallins byggingarkostnaðar við verkefnið, eignast 27,5% hlutafjár. Stjórn félagsins skipa nú tveir fulltrúar Íslandsbanka og einn fulltrúi Eyktar. Fulltrúar Íslandsbanka eru óháðir bankanum eins og vinnureglur bankans mæla fyrir um. Eykt mun áfram hafa umsjón með rekstri félagsins og annast útleigu fasteigna þess. Höfðatorg er fasteignafélag sem hefur til leigu um 47 þúsund fermetra af skrifstofuhúsnæði á Höfðatorgsreit og í nálægum byggingum við Skúlatún og Borgartún í Reykjavík. Þar af eru útleigðir 40 þúsund fermetrar. Félagið stóð í miklum framkvæmdum á þeim tíma þegar fjármálakerfið hrundi og hækkuðu erlend lán þess þá mikið. Í kjölfarið ákváðu samningsaðilar að ljúka við byggingu turnsins á Höfðatorgi og var það gert í sameiningu. Aðrir kröfuhafar Höfðatorgs en Íslandsbanki og Eykt sem nú eiga félagið munu fá kröfur sínar greiddar. Íslandsbanki stefnir að því að selja sinn hlut í félaginu. Viðskipti innlent 22.12.2011 16:31
Hjartavernd tapaði rúmum 80 milljónum á viðskiptum við Landsvaka Héraðsdómur Reykjavíkur komst í dag að þeirri niðurstöðu að Landsvaka, dótturfélag gamla Landsbankans, er ekki skylt að greiða Hjartavernd tæpar 83 milljónir króna sem töpuðust þegar lokað var fyrir viðskipti með fjárfestingasjóði Landsvaka, sem nefndur var Peningabréf, þann 6. október 2008, daginn sem neyðarlögin voru sett. Hjartavernd óskaði eftir innlausn á hlutdeildarskírteinum sínum í fjárfestingarsjóðnum með tölvupósti rétt fyrir tíu þann dag, en pöntunin er skráð hjá Landsvaka klukkan tíu mínútur í fjögur. Viðskipti innlent 22.12.2011 15:27
Icelandair og Frontier Airlines í samstarf Icelandair og bandaríska flugfélagið Frontier Airlines kynntu í dag nýtt samstarf flugfélaganna sem meðal annars felur í sér sölu og farseðlaútgáfu á flugleiðum hvors annars samkvæmt tilkynningu frá Icelandair. Viðskipti innlent 22.12.2011 14:33
N1 vill stækka á matvörumarkaði N1 ætlar í framtíðinni að hasla sér frekari völl á markaði með matvöru og jafnframt annarri smásölu sem tengist ekki eldsneyti. Þetta sagði Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, í viðtali við Þorbjörn Þórðarson í Klinkinu hér á Vísi. Viðskipti innlent 22.12.2011 11:14
Lögfræðingur kanni lögmæti Perlusölu Á stjórnarfundi Orkuveitu Reykjavíkur í gær var samþykkt að fela lögfræðingi að kanna lögmæti þess að veita upplýsingar um tilboðsgjafa í Perluna og fjárhæðir tilboðanna. Þetta var samþykkt í framhaldi af tillögu Kjartans Magnússonar fulltrúa minnihlutans í borgarstjórn, sem gagnrýndi farmvindu málsins harðlega. Viðskipti innlent 22.12.2011 09:18
Skapar það vandamál þegar stórir bankar selja bensín? Innan skamms verður Framtakssjóður Íslands mögulega orðinn stærsti hluthafinn í bensín- og smásölurisanum N1 því sjóðurinn hefur gert tilboð í hlut Arion banka. Forstjórinn segir þetta jákvætt, því eignarhald banka í samkeppnisrekstri hefði auðvitað ekki gengið til lengdar. Viðskipti innlent 22.12.2011 09:00
N1 tilbúið í Kauphöllina og skráning á næsta ári Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, segir fyrirtækið að verða tilbúið í skráningu í Kauphöllina. Hann segir stefnt að því að skrá félagið á næsta ári, en því gæti þó mögulega seinkað fram á vorið 2013. Viðskipti innlent 21.12.2011 21:00
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent