Viðskipti innlent

Yfir 1500 þúsund lítrar seldust

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Alls seldust 1509 þúsund lítar af áfengi í Vínbúðunum í ár fyrstu 24 dagana i desember, en um 1525 þúsund lítrar seldust sömu daga í fyrra. Sala áfengis dróst því saman um 1% í lítrum talið á milli ára á þessu tímabili. Alls komu 327 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar en sömu daga í fyrir ári voru þeir 332 þúsund.

Tveir annasömustu dagar ársins eru framundan, en það eru 30. desember og 31. desember. Gera má ráð fyrir að á milli 42 og 44 þúsund viðskiptavinir leggi leið sína í Vínbúðirnar 30.desember og um 21 þúsund 31.desember. Á gamlársdag eru að jafnaði afgreiddir um 7.500 viðskiptavinir á hverri klukkustund.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×